Arsenal og Tottenham hafa áhuga á Kean - Man Utd sýndi Fermín López áhuga - Jota orðaður við Arsenal
Tími kominn til að taka skrefið - „Hitti hann á göngugötunni á Tenerife"
„Pældi bara í því sem var á borðinu og Víkingur var númer eitt"
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
Dóri Árna: Erum í leit að hafsent og senter
Óli Valur skoraði gegn gömlu félögunum: Virkilega gaman, toppmenn
Markus Nakkim: Besta ákvörðunin fyrir mig að koma til Íslands
Unnur skiptir um félag í fyrsta sinn - „Þurfti á þessu að halda"
„Einhver áhugi en Stjarnan var alltaf að fara að vera valin"
Óskar Hrafn um félagskiptamarkaðinn: Verðum ekki mjög aktívir
Gylfi hefur heyrt í Arnari: Samband okkar hefur ekkert breyst
Sölvi Snær á varnaræfingum KSÍ: Fer betri leikmaður útaf þessum æfingum
Jörundur Áki: Þeir hafa margt fram að færa sem krakkarnir geta lært af
Hugurinn leitaði heim eftir góð ár í Árbæ - „Var svolítið ákveðin"
Norðurálsmótið 40 ára í sumar
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
banner
   mán 17. júlí 2023 22:26
Stefán Marteinn Ólafsson
Jökull um Ísak Andra: Vonandi sjáum við hann ekki aftur fyrr en í einhverju fríi
Jökull I Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar
Jökull I Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Stjarnan tóku á móti Val þegar 15.umferð Bestu deildarinnar hélt áfram göngu sinni í kvöld. 

Stjarnan gat með sigri lyft sér upp úr neðri hlutanum upp í efri hlutann á markatölu svo það mátti búast við hörku leik á Samsungvellinum í Garðabæ í kvöld.


Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  0 Valur

„Stuðningurinn, stúkan og bara lætin í stúkunni bara ótrúlegt og ótrúlega gaman að hlusta á þetta. Þetta byrjaði alveg strax í byrjun og ofboðslega gaman að heyra þetta og það er bara það fyrsta sem maður hugsar og spennan að fá þetta gengi og þá meina ég bara alla stúkuna, ekki bara silfurskeiðina heldur allir í stúkunni fá þá inn í kórinn í næsta leik, það verður skemmtilegt." Sagði Jökull I Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar eftir leikinn í kvöld.

„Mér fannst við vera með mikið control á leiknum, hafa góð tök á þessu. Ótrúlega gott lið sem að við vorum að spila við, mjög gott varnarlið og ótrúlega gott sóknarlið þannig að halda hreinu á móti svona liði er mjög sterkt." 

Stjörnumenn hafa stundum verið kallaðir eins manns lið en það má segja að það hafi ákveðin sokkur farið í þá umræðu með leiknum í kvöld.

„Kannski að einhverju leiti en Ísak er búin að vera ótrúlegur sóknarforce í liðinu en auðvitað má ekki gleyma því að þegar liðsheildin er sterk og við spilum eftir sterkri hugmyndarfræði að okkar mati þá tikkar það bara inn þannig að næsti maður komi inn og Dolli kom inn í dag og það stigu allir upp." 

Ísak Andri hefur verið einn besti leikmaður deildarinnar en hann er á förum frá Stjörnunni til IFK Norköpping.

„Það er ekkert klárt, hann á eftir að fara í læknisskoðun og vonandi gengur það upp. Við viljum að þessir strákar geti tekið næsta skref og látið draumana sína rætast og vonandi sjáum við hann ekki aftur fyrr en einhvertíman í einhverju fríi hjá honum en við höldum bara áfram og næstu menn koma inn og þarnæstu og við höldum áfram að þróa unga leikmenn og gefa mönnum sem eru tilbúnir að leggja hart að sér tækifæri."

Nánar er rætt við Jökul I Elísabetarson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner