fim 17. nóvember 2022 12:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Leikmenn sagðir vilja losna við Ronaldo áður en liðið kemur aftur saman
Cristiano Ronaldo.
Cristiano Ronaldo.
Mynd: Getty Images
Enska götublaðið Daily Mail segir frá því í dag að stór hluti leikmannahópur Manchester United sé á því áliti að Cristiano Ronaldo þurfi að yfirgefa félagið á meðan HM er í gangi.

Enski boltinn byrjar aftur í lok desember þegar HM í Katar verður á enda.

Hinn 37 ára gamli Ronaldo fór nýverið í viðtal við Piers Morgan þar sem hann lét Manchester United, Erik ten Hag og goðsagnir á borð við Wayne Rooney heyra það.

Það er ekki mikil ánægja meðal leikmannahópsins með þetta viðtal og eru yngri leikmenn liðsins sagðir sérstaklega óánægðir með það hvernig hann talar opinberlega.

Í viðtalinu sagði Ronaldo að flestir yngri leikmenn liðsins væru ekki nægilega duglegir og það skrítið að þeir fylgdu ekki honum eftir í því hvernig hann vinnur á æfingasvæðinu. Hann telur leikmennina ekki nægilega hungraða.

Leikmannahópurinn telur að það sé best fyrir Ronaldo að fara frá félaginu en það verður að teljast ólíklegt að portúgalska ofurstjarnan muni spila aftur fyrir félagið.

Sjá einnig:
Varane: Ummæli Ronaldo hafa áhrif á hópinn
Ronaldo: Ungu leikmennirnir hlusta ekki á mig
Athugasemdir
banner
banner
banner