Hakim Ziyech, leikmaður Chelsea og landsliðsmaður Marokkó, skoraði glæsimark í lokaleik liðsins fyrir HM í Katar.
Marokkó lagði þar Georgíu að velli og skoraði Ziyech annað mark leiksins með skoti fyrir aftan miðju.
Marokkó er með flottan leikmannahóp og hefur verið að ná í frábær úrslit í undanförnum leikjum.
Þjóðin er í erfiðum riðli með Belgíu, Króatíu og Kanada en gamlar fótboltakempur frá Afríku spá liðinu langt á HM þrátt fyrir það. Til dæmis býst Samuel Eto'o við að Marokkó komist alla leið í úrslitaleikinn.
Athugasemdir