
Þór Llorens Þórðarson er búinn að skrifa undir eins árs framlengingu á samningi sínum við knattspyrnudeild Selfoss.
Þór er fæddur um aldamótin og hefur spilað rúmlega 80 leiki fyrir Selfoss í öllum keppnum. Hann spilaði 11 leiki í Lengjudeildinni í sumar en missti af hluta tímabils vegna meiðsla.
Selfyssingar vonast til að Þór hristi meiðslin af sér á undirbúningstímabilinu og verði klár í slaginn næsta sumar þar sem Selfoss mun reyna að blanda sér í toppbaráttu Lengjudeildarinnar ef allt gengur að óskum.
Þór er uppalinn á Akranesi og lék fyrir Kára áður en hann gekk í raðir Selfyssinga.
Athugasemdir