Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fim 17. nóvember 2022 18:04
Ívan Guðjón Baldursson
Ungstirnin skoruðu fyrir Spán - Kanada lagði Japan
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA

HM þjóðirnar eru að spila sína síðustu æfingaleiki fyrir heimsmeistaramótið í Katar sem hefst á sunnudaginn og vann Spánn þægilegan sigur gegn Jórdaníu í dag.


Spánverjar tefldu fram ungu byrjunarliði og skoraði Ansu Fati, fæddur 2002, eina mark fyrri hálfleiksins. Samherji hans hjá Barcelona tvöfaldaði forystuna í síðari hálfleik. Þar var Gavi, fæddur 2004, á ferð.

Nico Williams, yngri bróðir Inaki Williams, er einnig fæddur 2002 og kom hann inn af bekknum á 72. mínútu. Nico innsiglaði sigurinn með marki tólf mínútum síðar eftir undirbúning frá jafnaldra sínum sem kom einnig inn af bekknum, Yeremy Pino.

Jórdanía minnkaði muninn í uppbótartíma og urðu lokatölur 1-3 í lokaleik Spánverja. Spánn er í riðli ásamt Þýskalandi, Japan og Kosta Ríka.

Jórdanía 1 - 3 Spánn
0-1 Ansu Fati ('13)
0-2 Gavi ('56)
0-3 Nico Williams ('84)
1-3 Al Daradreh ('92)

Japan, sem er í riðli með Spáni á HM, mætti þá Kanada. Kanada er með Belgíu, Króatíu og Marokkó í riðli.

Japan tók forystuna snemma leiks þegar Yuki Soma skoraði en Kanada tók völdin á vellinum og jafnaði með marki frá Steven Vitoria.

Kanadamenn voru óheppnir að taka ekki forystuna en Japanir gerðu þrjár breytingar í hálfleik og var síðari hálfleikur mun jafnari en sá fyrri. 

Það var ekki fyrr en á 95. mínútu sem viðureignin réðst, þegar Japanir gerðust brotlegir innan vítateigs og skoraði Lucas Cavallini af vítapunktinum. 

Japan 1 - 2 Kanada
1-0 Yuki Soma ('9)
1-1 Steven Vitoria ('21)
1-2 Lucas Cavallini ('95, víti)

Marokkó, sem er með Kanada í riðli, sigraði þá Georgíu með mörkum frá Youssef En-Nesyri, framherja Sevilla, og Hakim Ziyech, kantmanni Chelsea, í fyrri hálfleik. 

Georgíumenn fengu góð færi í síðari hálfleik en tókst ekki að skora áður en Sofiane Boufal, fyrrum leikmaður Southampton, gerði út um viðureignina með marki úr vítaspyrnu.

Marokkó 3 - 0 Georgía
1-0 Youssef En-Nesyri ('5)
2-0 Hakim Ziyech ('29)
3-0 Sofiane Boufal ('72, víti)


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner