Mikill áhugi á Kelleher - Chelsea vill fá Semenyo
Tími kominn til að taka skrefið - „Hitti hann á göngugötunni á Tenerife"
„Pældi bara í því sem var á borðinu og Víkingur var númer eitt"
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
Dóri Árna: Erum í leit að hafsent og senter
Óli Valur skoraði gegn gömlu félögunum: Virkilega gaman, toppmenn
Markus Nakkim: Besta ákvörðunin fyrir mig að koma til Íslands
Unnur skiptir um félag í fyrsta sinn - „Þurfti á þessu að halda"
„Einhver áhugi en Stjarnan var alltaf að fara að vera valin"
Óskar Hrafn um félagskiptamarkaðinn: Verðum ekki mjög aktívir
Gylfi hefur heyrt í Arnari: Samband okkar hefur ekkert breyst
Sölvi Snær á varnaræfingum KSÍ: Fer betri leikmaður útaf þessum æfingum
Jörundur Áki: Þeir hafa margt fram að færa sem krakkarnir geta lært af
Hugurinn leitaði heim eftir góð ár í Árbæ - „Var svolítið ákveðin"
Norðurálsmótið 40 ára í sumar
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
   fim 20. júlí 2023 21:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Þjálfari Riga viðurkennir mikið stress: Víkingur er frábært Evrópulið
Í viðtali eftir leikinn.
Í viðtali eftir leikinn.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Tomislav Stipic, þjálfari Riga, ræddi við Fótbolta.net eftir 1-0 tap síns liðs gegn Víkingi í forkeppni Sambandsdeildarinnar í kvöld. Riga var með tveggja marka forskot fyrir þennan seinni leik liðanna og fer því áfram í 2. umferð keppninnar.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 -  0 Riga FC

„Ég er bara glaður núna því þetta var mjög erfiður andstæðingur. Í fyrri leiknum þá fannst mér við betri í báðum hálfleikum. Mér fannst við líka mikið betri í fyrri hálfleik í kvöld. En síðasti hálfleikurinn af fjórum, þar var andstæðingurinn mjög öflugur og þeir sýndu sitt rétta andlit," Stipic.

„Já, ég var mjög stressaður," sagði Stipic um lokaandartök leiksins. Það var nokkuð augljóst á honum miðað við hegðun hans á hliðarlínunni.

Þegar hann var spurður hvort að sitt lið hefði verið orðið þreytt í seinni hálfleik hafði Stipic þetta að segja:

„Andstæðingurinn spilaði stórkostlegan fótbolta, voru á heimavelli á gervigrasi og hreyfðu boltann vel. Staðan var 2-0 fyrir okkur og það voru bara 45 mínútur eftir, þeir þurftu að koma og þeir komu af fullum krafti og við þraukuðum. Nei, þeir komu okkur ekki á óvart, þeir hafa spilað held ég tólf leiki á heimavelli og unnið alla nema einn. Þetta er frábært lið í Evrópu, frábær þjálfari hjá félaginu og ég sá hvernig þeir undirbjuggu sig," sagði Stipic og nefndi nokkur nöfn í liði Víkings. Viðtalið má sjá í heild sinni efst.

„Ísland er land þar sem eru sterkir karakterar, alltaf að verða betri og betri í fótbolta og ég óska þjálfaranum og liðinu alls hins besta."

Hversu mikla þýðingu hefur það fyrir Stipic og Riga að komat í næstu umferð?

„Við erum komnir í 2. umferð sem er mjög mikilvægt. Við förum núna til Ungverjalands og sjáum hvað við getum gert í næstu umferð."

Það hefur bæði verið mikil leikmannavelta og einnig þjálfaravelta á undanförnum árum hjá Riga. Var starfið hjá Stipic undir í kvöld?

„Nei, ég er með liðið í efsta sæti deildarinnar, við höfum verið á toppnum í nítján umferðir, á síðasta tímabili var liðið aldrei á toppnum. Við spilum yfirleitt góðan bolta og ég er ekki hræddur um starfið mitt. Ég nýt þess að stýra liðinu og við mættum í kvöld mjög sterkum andstæðingi," sagði Stipic.
Athugasemdir
banner
banner