Heimir Guðjónsson þjálfari FH var svekktur með úrslit kvöldsins eftir að liðið hans gerði jafntefli við HK í Kórnum í kvöld.
„Þetta eru bara vonbrigði. Mér fannst við spila virkilega vel á löngum köflum í þessum leik. Í fyrri hálfleik mjög vel, við skoruðum gott mark og sköpuðum okkur marga góða sénsa. Ég held að þeir hafi átt eitt skot á markið í fyrri hálfleik. Svo í seinni hálfleik þá byrjum við kannski ekki nógu sterkt en komum okkur svo inn í leikinn og gerðum það vel. Svo erum við klaufar í markinu og þeir komast inn í leikinn. Við sýndum góðan karakter enn og aftur, eins og við höfum gert í allt sumar að koma til baka og fá jafntefli."
FH komst í fullt af góðum stöðum og góðum færum til þess að gera út um þennan leik í stöðunni 1-0 en þeir fóru illa með færin sín. Heimir segir að það hafi verið vonbrigði að þeir hafi ekki klárað þetta.
„Jú algjör vonbrigði en hann í markinu var líka frábær og varði vel. En kannski pínu vonbrigði að þegar þeir fóru í löngu boltana í seinni hálfleik að þá vorum við ekki nógu góðir að vinna seinni boltana. Við vorum að komast inn í leikinn þannig og vonbrigði að við skildum ekki fá 3 stig."
FH situr í 5. sæti eins og stendur og eru þeir í harðri baráttu um 4. sætið sem gæti gefið evrópusæti. Það eru 3 lið jöfn á stigum en það eru Stjarnan FH og KR.
„Markmiðið fyrir mót var að koma okkur í þessa efri 6 grúppu og það hefur ekkert breyst. Við ætlum bara að halda áfram og vinna í að ná því markmiði. Næst er bara erfiður leikur við Val og við þurfum bara að nýta vikuna vel í recovery. Langt síðan við spiluðum á gervigrasi og undirbúa þann leik vel.
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.