Chelsea blandar sér í baráttu við Arsenal um Isak - Real Madrid hyggst lána eftirsóttan Guler - Mourinho ekki að reyna við Ronaldo
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   sun 20. ágúst 2023 22:33
Haraldur Örn Haraldsson
Heimir Guðjóns: Við sýndum góðan karakter að koma til baka
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Heimir Guðjónsson þjálfari FH var svekktur með úrslit kvöldsins eftir að liðið hans gerði jafntefli við HK í Kórnum í kvöld.


„Þetta eru bara vonbrigði. Mér fannst við spila virkilega vel á löngum köflum í þessum leik. Í fyrri hálfleik mjög vel, við skoruðum gott mark og sköpuðum okkur marga góða sénsa. Ég held að þeir hafi átt eitt skot á markið í fyrri hálfleik. Svo í seinni hálfleik þá byrjum við kannski ekki nógu sterkt en komum okkur svo inn í leikinn og gerðum það vel. Svo erum við klaufar í markinu og þeir komast inn í leikinn. Við sýndum góðan karakter enn og aftur, eins og við höfum gert í allt sumar að koma til baka og fá jafntefli."

FH komst í fullt af góðum stöðum og góðum færum til þess að gera út um þennan leik í stöðunni 1-0 en þeir fóru illa með færin sín. Heimir segir að það hafi verið vonbrigði að þeir hafi ekki klárað þetta.

„Jú algjör vonbrigði en hann í markinu var líka frábær og varði vel. En kannski pínu vonbrigði að þegar þeir fóru í löngu boltana í seinni hálfleik að þá vorum við ekki nógu góðir að vinna seinni boltana. Við vorum að komast inn í leikinn þannig og vonbrigði að við skildum ekki fá 3 stig."

FH situr í 5. sæti eins og stendur og eru þeir í harðri baráttu um 4. sætið sem gæti gefið evrópusæti. Það eru 3 lið jöfn á stigum en það eru Stjarnan FH og KR.

„Markmiðið fyrir mót var að koma okkur í þessa efri 6 grúppu og það hefur ekkert breyst. Við ætlum bara að halda áfram og vinna í að ná því markmiði. Næst er bara erfiður leikur við Val og við þurfum bara að nýta vikuna vel í recovery. Langt síðan við spiluðum á gervigrasi og undirbúa þann leik vel.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. 


Athugasemdir
banner
banner
banner