Afturelding fékk Selfoss í heimsókn fyrr í kvöld, heimamenn héldu til veislu á Malbikstöðinni við Varmá og skoruðu 9 mörk í stórsigri á Selfyssingum. Magnús Már þjálfari Aftureldingar mætti í viðtal eftir leik.
Lestu um leikinn: Afturelding 9 - 0 Selfoss
„Ég er sáttur, það er það sem ég get sagt. Ég er mjög ánægður með strákana í dag. Frábær spilamennska frá 1. mínútu, þegar við skoruðum fyrsta markið og þar til við skoruðum síðasta. Þetta var frábærlega gert hjá þeim allan tímann."
Það var frábær umgjörð á Malbikstöðinni við Varmá í dag
„Það var tónlistarþema í dag, þannig að við töluðum um það eins og segir í góðu lagi að stríðið yrði unnið fyrir rest ef að við myndum gera þetta vel, það var þannig."
Elmar Kári Kogic er búinn að eiga frábært tímabil, Magnús var spurður hvort það yrði erfitt að halda honum í Aftureldingu.
„Nei það held ég ekki, ég sé ekki af hverju hann ætti að fara einhvert annað. Hann er að spila sinn besta fótbolta á ferlinum hérna og búinn að spila hérna alla tíð. Hans hugur er hér og hann verður áfram hér."
Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir