Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
   mið 24. apríl 2019 16:35
Hafliði Breiðfjörð
Gústi Gylfa: Í alvarlegri skoðun að fá Höskuld í Breiðablik
Gústi Gylfa er þjálfari Breiðabliks.
Gústi Gylfa er þjálfari Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik hefur haft í nægu að snúast í leikmannamálum síðustu daga en Guðjón Pétur Lýðsson kom á dögunum til liðs við félagið frá KA og í dag kom Arnar Sveinn Geirsson úr Val. Fleiri tíðindi eru á döfinni frá félaginu að sögn Ágústs Þórs Gylfasonar þjálfara liðsins.

„Það er búið að vera rólegt í Kópavoginum frá áramótum og við vissum að við ætluðum að styrkja liðið. Við erum að vinna í þeim hlutum. Það er spennandi framundan og við erum að þétta raðirnar með góðan hóp og blöndu. Það er mikið af ungum strákum frá Breiðabliki og verður spennandi. Það er smá breytt frá í fyrrra því við höfum misst eitthvað af leikmönunum en búnir að fá marga góða til okkar."

Höskuldur Gunnlaugsson hefur verið orðaður við endurkomu í Kópavoginn frá Halmstad í Svíþjóð. Ágúst staðfesti að unnið sé í þeim málum.

„ Það eru hræringar með Höskuld. Það er í alvarlegri skoðun og við sjáum til hvert það leiðir. Við erum í samningaviðræðum við félagið úti með framhaldið. Ég á von á að það gangi upp."

Ágúst staðfesti líka að Jonathan Hendrickx gæti farið frá félaginu í belgískt félag á miðju sumri en það skýrist fljótlega.

Pepsi Max-deildin:

föstudagur 26. apríl
20:00 Valur-Víkingur R. (Origo völlurinn)

laugardagur 27. apríl
14:00 Grindavík-Breiðablik (Grindavíkurvöllur)
14:00 ÍBV-Fylkir (Hásteinsvöllur)
16:00 FH-HK (Kaplakrikavöllur)
16:00 ÍA-KA (Norðurálsvöllurinn)
20:00 Stjarnan-KR (Samsung völlurinn)

Smelltu hér til að hlusta á upphitunarþátt deildarinnar
Athugasemdir
banner