Forgangsatriði fyrir Man Utd að fá Gyökeres - Zirkzee til Aston Villa?
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   mið 24. apríl 2019 16:35
Hafliði Breiðfjörð
Gústi Gylfa: Í alvarlegri skoðun að fá Höskuld í Breiðablik
Gústi Gylfa er þjálfari Breiðabliks.
Gústi Gylfa er þjálfari Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik hefur haft í nægu að snúast í leikmannamálum síðustu daga en Guðjón Pétur Lýðsson kom á dögunum til liðs við félagið frá KA og í dag kom Arnar Sveinn Geirsson úr Val. Fleiri tíðindi eru á döfinni frá félaginu að sögn Ágústs Þórs Gylfasonar þjálfara liðsins.

„Það er búið að vera rólegt í Kópavoginum frá áramótum og við vissum að við ætluðum að styrkja liðið. Við erum að vinna í þeim hlutum. Það er spennandi framundan og við erum að þétta raðirnar með góðan hóp og blöndu. Það er mikið af ungum strákum frá Breiðabliki og verður spennandi. Það er smá breytt frá í fyrrra því við höfum misst eitthvað af leikmönunum en búnir að fá marga góða til okkar."

Höskuldur Gunnlaugsson hefur verið orðaður við endurkomu í Kópavoginn frá Halmstad í Svíþjóð. Ágúst staðfesti að unnið sé í þeim málum.

„ Það eru hræringar með Höskuld. Það er í alvarlegri skoðun og við sjáum til hvert það leiðir. Við erum í samningaviðræðum við félagið úti með framhaldið. Ég á von á að það gangi upp."

Ágúst staðfesti líka að Jonathan Hendrickx gæti farið frá félaginu í belgískt félag á miðju sumri en það skýrist fljótlega.

Pepsi Max-deildin:

föstudagur 26. apríl
20:00 Valur-Víkingur R. (Origo völlurinn)

laugardagur 27. apríl
14:00 Grindavík-Breiðablik (Grindavíkurvöllur)
14:00 ÍBV-Fylkir (Hásteinsvöllur)
16:00 FH-HK (Kaplakrikavöllur)
16:00 ÍA-KA (Norðurálsvöllurinn)
20:00 Stjarnan-KR (Samsung völlurinn)

Smelltu hér til að hlusta á upphitunarþátt deildarinnar
Athugasemdir
banner
banner
banner