Breiðablik hefur haft í nægu að snúast í leikmannamálum síðustu daga en Guðjón Pétur Lýðsson kom á dögunum til liðs við félagið frá KA og í dag kom Arnar Sveinn Geirsson úr Val. Fleiri tíðindi eru á döfinni frá félaginu að sögn Ágústs Þórs Gylfasonar þjálfara liðsins.
„Það er búið að vera rólegt í Kópavoginum frá áramótum og við vissum að við ætluðum að styrkja liðið. Við erum að vinna í þeim hlutum. Það er spennandi framundan og við erum að þétta raðirnar með góðan hóp og blöndu. Það er mikið af ungum strákum frá Breiðabliki og verður spennandi. Það er smá breytt frá í fyrrra því við höfum misst eitthvað af leikmönunum en búnir að fá marga góða til okkar."
Höskuldur Gunnlaugsson hefur verið orðaður við endurkomu í Kópavoginn frá Halmstad í Svíþjóð. Ágúst staðfesti að unnið sé í þeim málum.
„ Það eru hræringar með Höskuld. Það er í alvarlegri skoðun og við sjáum til hvert það leiðir. Við erum í samningaviðræðum við félagið úti með framhaldið. Ég á von á að það gangi upp."
Ágúst staðfesti líka að Jonathan Hendrickx gæti farið frá félaginu í belgískt félag á miðju sumri en það skýrist fljótlega.
Pepsi Max-deildin:
föstudagur 26. apríl
20:00 Valur-Víkingur R. (Origo völlurinn)
laugardagur 27. apríl
14:00 Grindavík-Breiðablik (Grindavíkurvöllur)
14:00 ÍBV-Fylkir (Hásteinsvöllur)
16:00 FH-HK (Kaplakrikavöllur)
16:00 ÍA-KA (Norðurálsvöllurinn)
20:00 Stjarnan-KR (Samsung völlurinn)
Smelltu hér til að hlusta á upphitunarþátt deildarinnar
Athugasemdir