Mikill áhugi á Kelleher - Chelsea vill fá Semenyo
Tími kominn til að taka skrefið - „Hitti hann á göngugötunni á Tenerife"
„Pældi bara í því sem var á borðinu og Víkingur var númer eitt"
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
Dóri Árna: Erum í leit að hafsent og senter
Óli Valur skoraði gegn gömlu félögunum: Virkilega gaman, toppmenn
Markus Nakkim: Besta ákvörðunin fyrir mig að koma til Íslands
Unnur skiptir um félag í fyrsta sinn - „Þurfti á þessu að halda"
„Einhver áhugi en Stjarnan var alltaf að fara að vera valin"
Óskar Hrafn um félagskiptamarkaðinn: Verðum ekki mjög aktívir
Gylfi hefur heyrt í Arnari: Samband okkar hefur ekkert breyst
Sölvi Snær á varnaræfingum KSÍ: Fer betri leikmaður útaf þessum æfingum
Jörundur Áki: Þeir hafa margt fram að færa sem krakkarnir geta lært af
Hugurinn leitaði heim eftir góð ár í Árbæ - „Var svolítið ákveðin"
Norðurálsmótið 40 ára í sumar
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
   mán 24. júlí 2023 23:53
Brynjar Ingi Erluson
Gott að vera kominn aftur til Íslands - „Ég myndi aldrei setja hann í þá stöðu“
Jacob Neestrup, þjálfari FCK
Jacob Neestrup, þjálfari FCK
Mynd: Getty Images
Neestrup í leik með FH fyrir þrettán árum
Neestrup í leik með FH fyrir þrettán árum
Mynd: Davíð Óskars
Blikar mæta FCK
Blikar mæta FCK
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Neestrup ræddi Orra Stein í viðtalinu
Neestrup ræddi Orra Stein í viðtalinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jacob Neestrup, þjálfari danska félagsins FCK, er ánægður að vera mættur aftur til Íslands en í þetta sinn mun hann stýra liði sínu gegn Breiðabliki í forkeppni Meistaradeildar Evrópu á Kópavogsvelli.

FCK var að hefja sitt tímabil en liðið vann 2-1 sigur á Lyngby um helgina og er nú mætt til Íslands til að taka þátt í Meistaradeildinni.

Neestrup ber mikla virðingu fyrir Blikum og að FCK þurfi að vera upp á sitt besta til að fara áfram.

„Ég sé það þannig að við erum hér eftir að hafa barist í 8-10 mánuði til að komast í stöðu þar sem við gefum sjálfum okkur tækifæri til að komast í riðlakeppni í Evrópu. Nú þurfum við að gera allt til að gera það mögulegt hér á Íslandi á morgun gegn liði sem við berum mikla virðingu fyrir. Þeir eru með augljósan styrk og sérstaklega sóknarlega og margir leikmenn sem hafa spilað marga leiki og mínútur saman en þegar allt er sagt og ef við spilum á okkar gæðabolta þá verðum við að fara áfram.“

„Við þurfum að sýna þeim virðingu og spila okkar bolta og þá eigum við möguleika á að fara áfram. Ég er ekki að segja að það verði auðvelt, því þeir eru með augljósa styrkleika og sérstaklega með boltann. Við þurfum að vinna fyrir þessu,“
sagði Neestrup við Fótbolta.net.

FCK æfði í Kaupmannahöfn áður en hópurinn flaug til Íslands en það ákvað að taka ekki æfingu á Kópavogsvelli.

„Því á síðasta tímabili breytti það taktinum. Við spilum á 3-4 daga fresti þá fáum betri takt með að æfa í Köben og taka flugið eftir það og svo slakað og náð endurheimt á kvöldin. Það eru 2-3 félög í dönsku deildinni sem spila á gervigrasi þannig við erum vanir því.“

„Það breytir engu fyrir okkur en það breytir hlutum í leiknum. Það er erfiðara að pressa, breyta um stefnu og stoppa þegar þú ert í miðju hlaupi en við erum vanir því,“
sagði hann um gervigrasið.

Neestrup bjóst alltaf við því að Blikar færu áfram. Hann hefur fylgst með íslenska boltanum um árabil og spilaði meðal annars sjálfur hér á landi en hann tók eitt tímabil með FH árið 2010. Hann var mikið efni í Danmörku en stóðst ekki þær væntingar sem gerðar voru til hans.

„Breiðablik. Ég fylgist aðeins með íslenskum fótbolta og bjó hérna fyrir nokkrum árum og veit að þetta er gott lið.“

„Ég hef komið nokkrum sinnum til Íslands eftir það. Ég bjó hérna og þetta er flott eyja og afar fallegur og sérstakur staður á þessari jörðu. Ég á enn góða vini hérna.“

„Ég var hrifinn af tímanum með góðum liðsfélögum og ef maður horfir til baka var þetta góð reynsla. Ég gerði allt sem ég gat en var ekki nógu góður og hætti að spila fótbolta og gerðist þjálfari. Ég var virkilega ánægður með tíma minn hér og vona að manneskjan sem þú talar við segi að ég hafi kannski ekki verið góður fótboltamaður en góð manneskja,“
sagði hann um tíma sinn hjá FH en í lokin var hann væntanlega að vitna í það sem Atli Viðar Björnsson og Jörundur Áki Sveinsson höfðu um hann að segja þegar þeir ræddu tíma hans hjá FH.

Myndi aldrei setja Orra í þá stöðu

Ísak Bergmann Jóhannesson og Orri Steinn Óskarsson eru báðir á mála hjá FCK, en Neestrup hefur ekkert spurt þá út í Blika.

„Nei, þeir gerðu það ekki. Ég hef ekki talað við Orra um Breiðablik eða spurt hann spurningar um lið pabba hans og ég myndi aldrei setja hann í þá stöðu. Hann vill spila og er klár í það en upplýsingarnar sem við höfum um liðið er af því við höfum fylgst með þeim. Við erum með manneskju sem hefur fylgst með þeim síðustu þrjár vikur, bæði í Dublin og á Íslandi. Við höfum séð þrjá leiki í beinni og þrjá á myndbandi, þar á meðal leikina tvo gegn Basaksehir á síðasta tímabili.“

„Auðvitað er það sérstakt fyrir bæði Orra og pabba hans. Orri veit að pabbi hans er með verk að vinna og Orri líka, þannig er það bara,“
sagði Neestrup, en hann talar einnig um Ísak Bergmann og Hákon Arnar Haraldsson í viðtalinu hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner