Pep vill fá fyrrum leikmann Liverpool - Liverpool fylgist með tveimur Svíum - Grealish orðaður við Tottenham
   mið 26. júlí 2017 12:15
Magnús Már Einarsson
Bestur í 12. umferð: Allar líkur á að ég sé á leið vestur um haf
Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik)
Höskuldur Gunnlaugsson.
Höskuldur Gunnlaugsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
„Þetta er fyrsta stoðsendingafernan mín í meistaraflokki," sagði Höskuldur Gunnlaugsson, kantmaður Breiðabliks, léttur í bragði við Fótbolta.net í dag.

Höskuldur er leikmaður tólftu umferðar í Pepsi-deildinni en hann lagði upp öll fjögur mörk Blika í 4-2 sigri á KA á laugardaginn.

„Sigurinn gegn KA var mjög mikilvægur, hvað stigasöfnunina varðar og sem hvatning fyrir næstu leiki," sgaði Höskuldur en hann var hæstánægður með leik sinn.

„Já ég held nú að þetta hafi verið minn besti leikur í sumar og líklegast besti leikur liðsins. Það var gott flæði í okkar leik, við völdum vel hvenær við áttum að vera beinskeyttir og hvenær skyldi halda í boltann og róa leikinn, og við nýttum færin."

Höskuldur sló í gegn sumarið 2015 með Breiðabliki en hann hefur óðum verið að komast aftur í gang eftir lægð. Hann segist sjálfur vera að komast í sitt besta form.

„Jú ég held það nú bara. Hlaupaformið hefur sjaldan verið betra og ég er heilt yfir sáttur með mína spilamennsku í sumar, þá sérstaklega undanfarnar vikur."

Höskuldur nær líklega ekki að klára tímabilið með Blikum þar sem hann er á leið til Bandaríkjanna í nám.

„Það eru allar líkur á því að ég sé leið vestur um haf núna um miðjan ágúst," sagði Höskuldur.

Breiðablik er með 15 stig í 7. sæti deildarinnar en í Kópavogi ætla menn að gera atlögu að Evrópusæti.

„Við reynum við evrópusætin. Það er nú ekki langt á milli liðana í þessari erfiðu deild þannig nú væri gott að tengja nokkra sigra saman og sjá hvert það getur skilað okkur. Breiðablik á alltaf að enda í efstu fjórum, það er krafan og hún á líka fullan rétt á sér þar sem við erum með gæðaleikmenn, góða þjálfara og gott fólk í kringum klúbbinn," sagði Höskuldur ákveðinn að lokum.

Domino's gefur verðlaun
Leikmenn umferðarinnar í Pepsi-deild karla og kvenna fá Pizzu veislur frá Domino's í sumar.

Sjá einnig:
Leikmaður 11. umferðar - Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik)
Leikmaður 9. umferðar - Arnór Sveinn Aðalsteinsson (KR)
Leikmaður 8. umferðar - Haukur Páll Sigurðsson (Valur)
Leikmaður 7. umferðar - Sindri Snær Magnússon (ÍBV)
Leikmaður 6. umferðar - Emil Lyng (KA)
Leikmaður 5. umferðar - Arnar Már Guðjónsson (ÍA)
Leikmaður 4. umferðar - Andri Rúnar Bjarnason (Grindavík)
Leikmaður 3. umferðar - Aleksandar Trninic (KA)
Leikmaður 2. umferðar - Hilmar Árni Halldórsson (Stjarnan)
Leikmaður 1. umferðar - Steven Lennon (FH)
Athugasemdir
banner
banner
banner