Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Ísak Óli: FH var langfyrsti kosturinn hjá mér
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
   sun 26. júlí 2020 22:34
Arnar Laufdal Arnarsson
Óskar Hrafn: Tek svona mörk á mig
Óskar Hrafn og aðstoðarmaður hans, Halldór Árnason.
Óskar Hrafn og aðstoðarmaður hans, Halldór Árnason.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
„Ég er bara ánægður að hafa náð í þrjú stig. Deildin er jöfn og hver sigur er dýrmætur, þú getur farið hratt upp og líka hratt niður ef þú vinnur ekki leiki og þessi sigur var bara virkilega ljúfur," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðablik, eftir rosalegan 5-3 sigur gegn ÍA.

Lestu um leikinn: Breiðablik 5 -  3 ÍA

Blikar.is fóru ekki fögrum orðum um Breiðablik eftir tapið gegn HK og var talað um að frammistaðan væri óásættanleg. Hvað hafði Óskar að segja um það?

„Á Blikar.is skrifa menn undir nafni, þeir skrifa í eigin nafni en ekki nafni stuðningsmanna félagsins, stuðningsmennirnir skipta tugum þúsunda og hafa misjafnar skoðanir, ég held það sé bara ágætt að hafa það í huga þegar skrif eins og þessi eru skoðuð að þetta er skoðun eins manns ekki allra stuðningsmannana."

Blikarnir voru með töluverða yfirburði allan leikinn en fá samt á sig þrjú mörk. Áhyggjuefni?

„Nei ég myndi ekki segja að þetta væri áhyggjuefni. Þriðja markið er svona einhvern veginn fylgifiskur þess að spila þann fótbolta sem við viljum spila, við viljum spila frá markmanni, við viljum að markmaðurinn sé miðpunkturinn í sóknarleiknum, þegar við fáum svona mörk á okkur þá tek ég það á mig. Þau eru af því ég að bið leikmenn um að vera hugrakka, kannski að einhverju leiti fífldrjarfa en svona mörk geta alltaf komið fyrir og við tökum það bara á kassann og höldum áfram."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner