Real Madrid ætlar að reyna við Bruno Fernandes - Barcelona vill ekki selja Pedri - Sænskur landsliðsmaður til Man City?
Valgeir: Sýndum fram á hvað við erum að fara bjóða upp á í deildinni
Haddi: Staðan í hálfleik var ekki sanngjörn
Dóri Árna: Einni eldingu frá því að vera flautaðir inn
Sölvi Geir: Akkúrat leikurinn sem þú vilt fá rétt fyrir mót
Óskar Hrafn um meiðsli Stefáns Árna: Eitthvað sem viðkemur leiknum sjálfum verður hjákátlegt
Jóhann Kristinn: Væri mjög barnalegt að skella skuldinni á það
Agla María spennt fyrir tímabilinu: Höfum sjaldan verið með jafn öflugan hóp
Siggi Höskulds: Hrikalega stoltur af liðinu að klára þetta
Meiðslavandræðin elta KA - „Var ekki parsáttur við Þórsarana"
Arnar Gunnlaugs: Ég er ekki að biðja ykkur um að vera þolinmóðir
Stefán Teitur: Nenni ekki að standa hérna og tala um það
Orri Steinn: Höldum því bara á milli okkar leikmanna og teymisins
Aron Einar: Skil strákana eftir tíu og þarf að bera ábyrgð á því
Arnór Ingvi hreinskilinn: Grautfúlt og hundlélegt
Sögur um margar breytingar á byrjunarliðinu - Hákon meiddur?
Orri Hrafn: Klárir í þá baráttu sem framundan er
Var í viðræðum við óvænt félag er Keflavík hafði samband - „Á alltaf að treysta innri tilfinningu"
Túfa: Þetta er ekki að gerast í fyrsta skipti
Árni Freyr: Auðvitað aðeins meiri orka hjá þeim í lokin
Sverri finnst gaman að taka þátt í nýjungum og fagnar því að Jói bætist við
   mið 27. júlí 2016 22:06
Arnar Helgi Magnússon
Óli Jó: Magnað að við séum í bikarúrslitum
Úr leiknum í kvöld.
Úr leiknum í kvöld.
Mynd: Raggi Óla
Ólafur Jóhannesson þjálfari Vals var í stuði eftir sigur gegn Selfyssingum í undanúrslitum Borgunarbikarsins. Valur vann leikinn 1-2. Ólafur segist hafa verið stressaður þegar Selfyssingar minnkuðu muninn undir lok leiksins

Lestu um leikinn: Selfoss 1 -  2 Valur

„Já auðvitað fór um mann. Eitt mark er ekki mikil forysta en við vorum með hana lengi þannig að maður var stressaður dágóðan hluta af þessum leik."

„Selfossliðið spilaði fínan leik á móti okkur og það var nú ekkert mikill munur á þessum liðum. Mér fannst við hafa þokkalega yfirhönd í leiknum. Það er sama, þetta var erfiður leikur, ég er ánægður með úrslitin."

„Auðvitað voru þeir að berjast á móti okkur og lögðu sig fram en mér fannst við alltaf hafa yfirhöndina, en eins og oft hefur gerst þegar við erum yfir þá kemur upp eitthvað vesen hjá okkur."

„Já. Það er magnað að vera komin í bikarúrslit. Núna bíður maður bara og hlakkar til en fyrst þurfum við að spila nokkra leiki í deildinni."

Óli Jó segist vera klár í leikinn sama hvaða lið Valur mætir í úrslitaleiknum.
Athugasemdir
banner
banner
banner