
Ólafur Jóhannesson þjálfari Vals var í stuði eftir sigur gegn Selfyssingum í undanúrslitum Borgunarbikarsins. Valur vann leikinn 1-2. Ólafur segist hafa verið stressaður þegar Selfyssingar minnkuðu muninn undir lok leiksins
Lestu um leikinn: Selfoss 1 - 2 Valur
„Já auðvitað fór um mann. Eitt mark er ekki mikil forysta en við vorum með hana lengi þannig að maður var stressaður dágóðan hluta af þessum leik."
„Selfossliðið spilaði fínan leik á móti okkur og það var nú ekkert mikill munur á þessum liðum. Mér fannst við hafa þokkalega yfirhönd í leiknum. Það er sama, þetta var erfiður leikur, ég er ánægður með úrslitin."
„Auðvitað voru þeir að berjast á móti okkur og lögðu sig fram en mér fannst við alltaf hafa yfirhöndina, en eins og oft hefur gerst þegar við erum yfir þá kemur upp eitthvað vesen hjá okkur."
„Já. Það er magnað að vera komin í bikarúrslit. Núna bíður maður bara og hlakkar til en fyrst þurfum við að spila nokkra leiki í deildinni."
Óli Jó segist vera klár í leikinn sama hvaða lið Valur mætir í úrslitaleiknum.
Athugasemdir