„Við vorum með heimaleik gegn nýliðum sem hafa gert vel. Þeir ákváðu að spila löngum boltum og við vorum með pláss til að skapa fleiri færi en við á endanum gerðum. Við sköpuðum þó færi. Gott að við komum til baka en í dag töpuðum við enn og aftur 2 stigum sem við áttum að fá." Segir Nenad Zivanovic þjálfari Ægis eftir 2-2 jafntefli gegn Þrótti.
Lestu um leikinn: Ægir 2 - 2 Þróttur R.
Þetta hefur verið saga sumarsins hjá Ægi. Liðið spilar vel en nær ekki að nýta sér góðar stöður og vinnur því ekki leiki.
„Við fáum á okkur tvö ódýr mörk og þá er erfitt að koma til baka en við gerðum það og við fengum fleiri færi en við skorum ekki og þetta er bara þannig."
Cristofer Rolin kom inná í hálfleik og lagði upp mark á frábæran hátt.
Hann er lykilmaður og hefur verið það í mörg ár. Hann var slakur í seinustu leikjum. Bekkjarseta er eins og lyfjagjöf. Hún gerir leikmenn oft betri. Ég myndi segja að hann ætti skilið að byrja næsta leik en ég lofa því ekki."
Næsti leikur liðsins er nágrannaslagur á Selfossi.
Ég trúi að við getum sótt þrjú stig í öllum leikjum. Þetta er nágrannaslagur og Selfossi er stærri klúbbur en við sýnum okkar besta og vonum það besta."
Athugasemdir