
„Mér finnst lokatölur ekki segja rétta sögu um frammistöðuna hér í dag,'' segir Perry John, þjálfari KR, eftir 0-2 tap gegn Fram í 9. umferð Lengjudeild kvenna í dag.
Lestu um leikinn: KR 0 - 2 Fram
„Við höfum auðvitað hluti sem við þurfum að laga og bæta okkur í, en mér fannst við skapa nógu mikið af færum til að skora. Við þurfum að vera miskunnarlaus fyrir framan markið,''
„Þær skoruðu tvö mörk, fyrsta markið kom frá flottu skoti frá löngu færi og svo frá hornspyrnu sem var klárlega brot á markvörðin, sem ég held að dómarinn sá ekki,''
„Þetta var leikur sem við vildum vinna og þessi þrjú stig hefðu verið mjög mikilvæg fyrir okkur í þessum leik. Við reynum okkar besta að horfa ekki á töfluna og taka einn leik í einu,''
„Ég veit að það er slæmt að vera að tala um dómara og þeirra frammistöðu, en mér fannst dómarinn ekki eiga sína bestu frammistöðu. Í mínu mati átti leikmaður að vera rekinn af velli, mögulega víti og svo brot á markvörðin okkar í hornspyrnunni''
Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.