Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   fim 29. september 2022 14:30
Hafliði Breiðfjörð
Þórður Ingason framlengir við Víkinga
Þórður Ingason á bekknum hjá Víkingum í sumar.
Þórður Ingason á bekknum hjá Víkingum í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Víkingur tilkynnti í dag að Þórður Ingason varamarkvörður liðsins hafi framlengt samning sinn við félagið út tímabilið 2024.


Þórður er 34 ára gamall markvörður. Hann gekk til liðs við Víking frá Fjölni árið 2019.

Hann varð Íslands- og bikarmeistari með Víkingum á síðustu leiktíð og bikarmeistari 2019. Hann hefur spilað fimm leiki með liðinu á þessari leiktíð, þrjá í deild og tvo í bikar en Ingvar Jónsson er aðalmarkvörður liðsins.

„Það eru gleðifréttir að Þórður skrifi undir áframhaldandi samning við okkar í Víking. Við erum gríðarlega ánægð með að halda einum af bestu markvörðum efstu deildar í röðum okkar," er haft eftir Kára Árnasyni yfirmanni fótboltamála hjá Víkingi í tilkynningu félagsins í dag.


Athugasemdir
banner
banner