Man Utd berst við Arsenal um Gyökeres - Chelsea og Napoli vilja Garnacho - Milan hættir að eltast við Rashford
   sun 01. september 2024 13:19
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jóhann Páll spáir í 21. umferð Bestu deildarinnar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Þennan mann þarf að handjárna
,,Þennan mann þarf að handjárna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Björn Daníel Sverrisson hefur verið stórkostlegur að undanförnu
Björn Daníel Sverrisson hefur verið stórkostlegur að undanförnu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Oliver Heiðarsson, leikmaður ÍBV, spáði í 20. umferð Bestu deildarinnar og var með tvo rétta. Leikur KR og Víkings er liður í 19. umferð en hann fer fram 13. september.

Jóhann Páll Ástvaldsson, íþróttafréttamaður á RÚV spáir í 21. umferð sem fer öll fram á morgun.


Vestri 1-1 Fylkir (Í dag klukkan 14)
Það er flennistórt X skrifað á ennið á þessum Kraftgallaleik. Vestramenn komast yfir en skrokkurinn Þóroddur Víkingsson (algjört Íslendingasögunafn) jafnar. Þóroddur er markahæstur í liðinu en bara spilað 29% mínútna. Play him, Rúnar

KA 1-2 Breiðablik (Í dag klukkan 16:15)
Blikar hafa verið ólseigir á útivelli undir Dóra, sem hefur í makindum sínum átt eitt besta debut tímabil í sögu efstu deildar. Dóri Árna, þennan mann þarf að handjárna

FH 3-1 Stjarnan (Í dag klukkan 17)
BDS show stoppar ekki. Mark og leggur upp. Kjartan Kári leggur upp hin tvö. 3-1 heimasigur. Heimislestin heldur áfram að malla, hann ætlar sér í Evrópu. Eini íslenski GMinn Dabbi Vidd skælbrosandi í stúkunni

KR 1-1 ÍA (Í dag klukkan 17)
KR er með betri árangur gegn efri helming töflunnar en þeim neðri. Óskar keyrir liðið í gang með því að sýna þeim tapes af KRÍU leikjum in the 90s. KR kemst yfir eftir að Ástbjörn tæklar hann inn (20 í tackling) en Viktor Jóns jafnar. Stemningsmaðurinn Guy Smit gefur ungum aðdáendum fimmu eftir leik, öllum að óvörum

Víkingur R. 2-1 Valur (Í dag klukkan 19:15)
Víkingum er létt eftir að hafa klárað þetta skrímsli sem Santa Coloma vélin er. Eina sem ógnar þeim í þessum leik er að Gylfi Sig verður í Breiðablik úti gírnum. Þessir tveir leikir voru kyrfilega merktir á dagatalinu hans.

HK 1-2 Fram (Í dag klukkan 19:15)
Rúnar þráir að fara í efri hlutann og skilja KR eftir í neðri. Hann fékk aldrei útileikinn á KR vellinum og er ekkert svo viss um að hann vilji það. Magnús Þórðar og Fred töfra fram sigurinn í sameiningu

Fyrri spámenn
Helga Birkis (5 réttir)
Finnur Freyr (5 réttir)
Nadía Atla (4 réttir)
Birkir Karl (3 réttir)
Aron Jó (3 réttir)
Ásta Eir (3 réttir)
Binni Willums (3 réttir)
Sandra María (3 réttir)
Róbert Elís (2 réttir)
Júlíus Mar (2 réttir)
Jóhannes Berg (2 réttir)
Stefán Teitur (2 réttir)
Kristján Óli (2 réttir)
Albert Brynjar (2 réttir)
Logi Tómasson (2 réttir)
Oliver Heiðarsson (2 réttir)
Máni Austmann (1 réttur)
Ísak Andri (1 réttur)
Gummi Ben (1 réttur)


Innkastið - Blikar mættir á toppinn og spenna á öllum vígstöðvum
Útvarpsþátturinn - Þegar einn gluggi lokast opnast annar
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 22 15 4 3 56 - 23 +33 49
2.    Breiðablik 22 15 4 3 53 - 28 +25 49
3.    Valur 22 11 5 6 53 - 33 +20 38
4.    ÍA 22 10 4 8 41 - 31 +10 34
5.    Stjarnan 22 10 4 8 40 - 35 +5 34
6.    FH 22 9 6 7 39 - 38 +1 33
7.    Fram 22 7 6 9 31 - 32 -1 27
8.    KA 22 7 6 9 32 - 38 -6 27
9.    KR 22 5 6 11 35 - 46 -11 21
10.    HK 22 6 2 14 26 - 56 -30 20
11.    Vestri 22 4 6 12 22 - 43 -21 18
12.    Fylkir 22 4 5 13 26 - 51 -25 17
Athugasemdir
banner
banner