Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   mán 31. október 2022 07:15
Elvar Geir Magnússon
20 dagar í HM - HM á Ítalíu 1934
Mussolini fékk sigurinn sem hann krafðist
Combi og Planecka heilsast. Í eina skiptið í sögu HM voru fyrirliðar beggja landa markverðir.
Combi og Planecka heilsast. Í eina skiptið í sögu HM voru fyrirliðar beggja landa markverðir.
Mynd: Getty Images
Frá leik Frakklands og Austurríkis.
Frá leik Frakklands og Austurríkis.
Mynd: Getty Images
Vittorio Pozzo, þjálfari Ítalíu.
Vittorio Pozzo, þjálfari Ítalíu.
Mynd: Getty Images
Heimsmeistarar Ítalíu 1934.
Heimsmeistarar Ítalíu 1934.
Mynd: Getty Images
Í tilefni þess að HM í Katar hefst 20. nóvember, 21. Heimsmeistaramótið í fótbolta, ætlar Fótbolti.net að rifja upp liðin mót. Leikmennirnir, sigurvegararnir, heimalandið, eftirminnilegir atburðir og fleira í brennidepli.

Fótbolti.net mun að sjálfsögðu fjalla ítarlega um HM í Katar en opnunarleikurinn verður 20. júní milli Katar og Ekvador.



HM á Ítalíu 1934
Á þessu móti var leikið með útsláttarfyrirkomulagi og nokkrar þjóðir sem féllu út í fyrstu umferð sem ferðuðust mörg þúsund kílómetra til að spila einn leik. Meppnin var geysilega vel skipulögð en leikið var í átta borgum. Heimsmeistararnir frá Úrúgvæ mættu ekki til að verja titil sinn þar sem þeir mótmæltu fjölda Evrópulanda í keppninni en 32 lönd tóku þátt í undankeppni, 22 frá Evrópu.

Lét setja upp styttu af sjálfum sér
Einræðisherrann Mussolini notaði mótið til að auglýsa sjálfan sig líkt og Hitler átti eftir að nota Ólympíuleikana í Berlín tveimur árum síðar. Víða mátti sjá myndir af Mussolini, andlitsmynd hans var á aðgöngumiðum og fyrir utan Nazionale-leikvanginn í Róm var reist stytta af honum.

Mussolini setti þá kröfu á leikmenn ítalska liðsins að vinna mótið. Ekkert annað kæmi til greina. Hinn granítharði Vittorido Pozzo var þjálfari liðsins og trúði svo sannarlega á að agi væri upphaf árangurs. Mönnum var stjórnað í anda fasisma sem þá réði ríkjum á Ítalíu.

Markvörðurinn bestur í 7-1 tapi
Ítalía átti ekki í neinum vandræðum í fyrstu umferðinni og vann 7-1 sigur gegn Bandaríkjamönnum. New York Times valdi markvörðinn Julius Hjulian sem besta mann Bandaríkjanna, hann kom í veg fyrir enn stærra tap.

Í eina sinn í sögu HM voru öll liðin í 8-liða úrslitum frá Evrópu. Ítalía mætti Spáni og endaði leikurinn með 1-1 jafntefli þar sem fjölmargir leikmenn meiddust en dómarinn leyfði nánast allt. Liðin mættust að nýju í aukaleik sem var ansi umdeildur. Svissneski dómarinn Rene Mercet þótti á bandi heimamanna sem unnu 1-0. Mercet var settur í bann heima fyrir vegna frammistöðu sinnar í leiknum.

Austurríkismenn voru mótherjar Ítala í undanúrslitum. Austurríki var þekkt fyrir frábært samspil á þessum árum en fann ekki leið framhjá varnarmúr Ítalíu sem vann 1-0 og mætti Tékkóslóvakíu í úrslitum. Tékkóslóvakía vann Þýskaland 3-1 í undanúrslitum.

Úrslitaleikur: Ítalía 2 - 1 Tékkóslóvakía (eftir framlengingu)
0-1 Antonín Puč ('71)
1-1 Raimundo Orsi ('81)
2-1 Angelo Schiavio ('95)

Tékkar léku með leikmenn frá aðeins tveimur félögum; Sparta Prag og Sívía Prag. Þeir byrjuðu úrslitaleikinn miklu betur og fengu fullt af færum í upphafi leiks. Ísinn var brotinn á 71. mínútu en heimamenn komu til baka og jöfnuðu níu mínútum fyrir leikslok með frægu marki.

Rimundo Orsi þóttist skjóta með vinstri en skaut svo með þeim hægri. Hann kom markverði andstæðingana á óvart og knötturinn fór yfir hann. Orsi hafði heppnina greinilega með sér því hann gerði 20 misheppnaðar tilraunir daginn eftir til að leika markið eftir fyrir blaðamenn.

Framlengja þurfti leikinn þar sem Angelo Schiavio, sem spilaði allan sinn feril fyrir Bologna, skoraði sigurmarkið og tryggði Ítalíu titilinn.

Lék með Ítalíu núna - Argentínu fyrir fjórum árum
Miðjumaðurinn Luis Monti lék með Ítalíu í úrslitaleiknum en fjórum árum áður hafði hann leikið fyrir fæðingarland sitt Argentínu í úrslitunum. Nú gat Monti fagnað sigri með Ítalíu en hann var leikmaður Juventus.

Leikmaðurinn: Giuseppe Meazza
Framherjinn Meazza, leikmaður Inter, var valinn besti maður mótsins. Hann er einn besti markaskorari í sögu Inter og skoraði 33 mörk í 53 leikjum fyrir Ítalíu. Hafði magnaðan leikskilning, frábæra skottækni og ótrúlega skallafærni og stökk-kraft.

Markakóngurinn: Oldrich Nejedly
Í fyrstu var talið að þrír leikmenn hefðu verið jafnir í markaskorun með fjögur mörk en dómstóll á vegum FIFA endurskoðaði það og gaf út þá niðurstöðu 2006 að Nejedly hefði verið markakóngur með fimm mörk. Magnaður markaskorari hjá Sparta Prag en landsliðsskóna á hilluna á HM 1938 eftir að hafa fótbrotnað.

Leikvangurinn: Stadio Nazionale
Uppselt var á úrslitaleikinn í Róm, 55 þúsund áhorfendur. Stadio Nazionale var byggður 1927. Roma og Lazio léku heimaleiki sína þarna þar til leikvangurinn var rifinn 1953. Þá var reistur Stadio Flaminio leikvangurinn á sömu lóð

Sjá einnig:
HM í Úrúgvæ 1930

Frá úrslitaleiknum 1934:


Heimild: Bókin 60 ára saga HM í knattspyrnu eftir Sigmund Ó. Steinarsson og ýmsar vefsíður
Athugasemdir
banner
banner