„Mér fannst þetta bara flottur leikur hjá tveim góðum liðum í Bestu deildinni“ sagði Pétur Pétursson, þjálfari Vals, eftir 2-1 sigur gegn Þrótti í toppslagnum í kvöld.
Lestu um leikinn: Valur 2 - 1 Þróttur R.
„Mér fannst þetta bara skemmtun fyrir áhorfendur. Þetta var svolítið rólegt hjá okkur í fyrri hálfleik en mér fannst við fara út í pressu í seinni hálfleik og gerðum Valsleik úr því. Mörkin sem við skoruðum voru mjög góð og sérstaklega annað markið.“
Eins og Pétur sagði sjálfur var fyrri hálfleikurinn nokkuð rólegur og lítið sem gerðist en Valsliðið svaraði fyrir það í þeim seinni og aðspurður hvort að hann hafi ekki verið sáttur með það og þá varamenn sem komu inn á sagði hann:
„Já, allir varamennirnir komu vel inn og gaman að sjá Amöndu koma inn og sjá hvað hún er góð í fótbolta eins og svo margir aðrir hjá okkur í þessu liði. Það var gaman og gott að vinna þennan leik, eins og ég segi þetta var erfiður leikur á móti Þrótti og þær eru með frábært lið.“
Nú eru aðeins fjórar umferðir eftir af deildinni áður en henni er skipt í tvennt og úrslitakeppnin spiluð, Valsarar hljóta að ætla að enda mótið sterkt og fara vel inní hana?
„Það hefur alltaf verið markmiðið hjá Val, er alltaf og verður alltaf markmiðið að vinna þennan titil, það hefur alltaf verið og það er engin breyting á því.“
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.