Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   mið 05. júlí 2023 17:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sterkasta lið 11. umferðar - Ein úr tapliði
Þór/KA vann útisigur í gær.
Þór/KA vann útisigur í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arna Dís var með fyrirliðabandið í Eyjum.
Arna Dís var með fyrirliðabandið í Eyjum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Katla öflug í Laugardalnum.
Katla öflug í Laugardalnum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ellefta umferð Bestu deildar kvenna lauk í gær með fjórum leikjum. Þróttur, Valur, Þór/KA, Stjarnan og Breiðablik unnu leiki umferðarinnar og er það Þór/KA sem á flesta fulltrúa eða þrjá.

Dominique Jaylin Randle var valin besti leikmaður vallarins í Keflavík og sá hún um að halda helsta sóknarvopni Keflavíkur, Linli Tu, í skefjum. Fyrirliðinn Hulda Björg Hannesdóttir átti einnig afbragðsleik í vörninni og er í liði umferðarinnar aðra umferðina í röð. Þá er Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari umferðarinnar. Þetta var þriðji leikur Þór/KA við Keflavík og hina tvo hafði Keflavík unnið.



Stjarnan komst loksins aftur á sigurbraut með 1-2 útisigri í Vestmannaeyjum. Sædís Rún Heiðarsdóttir lagði upp fyrra markið og Arna Dís Arnþórsdóttir lagði upp seinna mark gestanna. Arna var með fyrirliðabandið í fjarveru Önnu Maríu og Gunnhildar Yrsu. Sædís er í liðinu í fjórða skiptið í sumar. Stjarnan átti átta skot á mark ÍBV en sex þeirra varði Guðný Geirsdóttir sem er eini leikmaðurinn í úrvalsliðinu sem kemur úr tapliði.

Bryndís Arna Níelsdóttir átti magnaðan leik í Hafnarfirði þegar Íslandsmeistarar Vals komu í heimsókn. Bryndís skoraði tvö og lagði upp eitt í leiknum þar sem Valur lagði eitt sprækasta lið deildarinnar. Lára Kristín Pedersen lagði upp þriðja mark Vals í leiknum og er hún í úrvalsliðinu í annað skiptið í sumar.

Í Kópavogi skoraði Agla María Albertsdóttir þrennu og kom sér í úrvalsliðið í þriðja sinn í sumar. Clara Sigurðardóttir lagði upp eitt mark í leiknum og var óheppin að skora ekki og var hún valin næstbest á vellinum.

Í fyrsta leik umferðarinnar var Katla Tryggvadóttir frábær, lagði upp annað mark leiksins og skoraði svo það síðasta. Katie Cousins á mjög oft góða leiki inn á miðsvæðinu og var leikurinn á mánudag engin undantekning, hún skoraði fyrsta markið og átti heilt yfir góðan leik.

Fyrri lið umferðarinnar:
Sterkasta lið 1. umferðar - Fjórar frá meisturunum
Sterkasta lið 2. umferðar - Fanney að byrja frábærlega
Sterkasta lið 3. umferðar - Fimm í annað sinn
Sterkasta lið 4. umferðar - Tvær frá Akureyri í fantaformi
Sterkasta lið 5. umferðar - Stólarnir eiga flesta fulltrúa
Sterkasta lið 6. umferðar - Tvær með tvennu
Sterkasta lið 7. umferðar - Þrjár sem eru í þriðja sinn
Sterkasta lið 8. umferðar - Flestar úr FH og Val
Sterkasta lið 9. umferðar - Tvær í fjórða sinn
Sterkasta lið 10. umferðar - Feðgin í liðinu
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner