Man Utd vill Ait-Nouri og hefur líka áhuga á Nkunku - Fulham og Leicester vilja fá Ferguson lánaðan - Dyche með fullan stuðning
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
banner
   sun 07. maí 2023 19:57
Stefán Marteinn Ólafsson
Ásgeir Sigurgeirs: Það er bara ein leið til að slútta svona sprett og það er að skora
Ásgeir Sigurgeirsson fyrirliði KA
Ásgeir Sigurgeirsson fyrirliði KA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

KA heimsóttu efri byggð Kópavogs í dag þegar 6.umferð Bestu deildar karla hóf göngu sína. 

KA voru fyrir leikinn í 5.sæti deildarinnar og HK, sem hafa verið spútninklið deildarinnar voru í 3.sæti deildarinnar með 10 stig.


Lestu um leikinn: HK 1 -  2 KA

„Hún er bara mjög sæt að ná þremum stigum hérna. Sérstaklega eftir það hvernig við byrjuðum leikinn og komum bara döll inn í leikinn. Fyrri hálfleikur mjög lélegur en sýndum karakter í seinni hálfleik og snérum þessu við." Sagði Ásgeir Sigurgeirsson hetja KA í leiknum.

„Hann var miklu skárri og menn komu með rétt hugarfar inn í seinni hálfleikinn og það er það jákvæða en það er smá áhyggjuefni hvernig við mætum í leikinn." 

Ásgeir Sigurgeirsson var hetja KA manna í dag en hann skoraði bæði mörk liðsins og það síðara var heldur betur fallegt.

„Ég næ að vinna hann þarna eftir innkast hjá þeim og næ góðri siglingu og þeir reyna að brjóta á mér en ég næ einhvernveginn að standa það af mér og ætlaði reyndar að setja Ella í gegn einhvernveginn missti af því þannig ég þurfti bara að halda áram og það er bara ein leið til að slútta svona sprett og það er að skora."

Nánar er rætt við Ásgeir Sigurgeirsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner