KA heimsóttu efri byggð Kópavogs í dag þegar 6.umferð Bestu deildar karla hóf göngu sína.
KA voru fyrir leikinn í 5.sæti deildarinnar og HK, sem hafa verið spútninklið deildarinnar voru í 3.sæti deildarinnar með 10 stig.
Lestu um leikinn: HK 1 - 2 KA
„Hún er bara mjög sæt að ná þremum stigum hérna. Sérstaklega eftir það hvernig við byrjuðum leikinn og komum bara döll inn í leikinn. Fyrri hálfleikur mjög lélegur en sýndum karakter í seinni hálfleik og snérum þessu við." Sagði Ásgeir Sigurgeirsson hetja KA í leiknum.
„Hann var miklu skárri og menn komu með rétt hugarfar inn í seinni hálfleikinn og það er það jákvæða en það er smá áhyggjuefni hvernig við mætum í leikinn."
Ásgeir Sigurgeirsson var hetja KA manna í dag en hann skoraði bæði mörk liðsins og það síðara var heldur betur fallegt.
„Ég næ að vinna hann þarna eftir innkast hjá þeim og næ góðri siglingu og þeir reyna að brjóta á mér en ég næ einhvernveginn að standa það af mér og ætlaði reyndar að setja Ella í gegn einhvernveginn missti af því þannig ég þurfti bara að halda áram og það er bara ein leið til að slútta svona sprett og það er að skora."
Nánar er rætt við Ásgeir Sigurgeirsson í spilaranum hér fyrir ofan.
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |