Delap undir smásjá Man Utd - Ederson á óskalista Man City - Verður Saliba sá dýrasti?
Tími kominn til að taka skrefið - „Hitti hann á göngugötunni á Tenerife"
„Pældi bara í því sem var á borðinu og Víkingur var númer eitt"
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
Dóri Árna: Erum í leit að hafsent og senter
Óli Valur skoraði gegn gömlu félögunum: Virkilega gaman, toppmenn
Markus Nakkim: Besta ákvörðunin fyrir mig að koma til Íslands
Unnur skiptir um félag í fyrsta sinn - „Þurfti á þessu að halda"
„Einhver áhugi en Stjarnan var alltaf að fara að vera valin"
Óskar Hrafn um félagskiptamarkaðinn: Verðum ekki mjög aktívir
Gylfi hefur heyrt í Arnari: Samband okkar hefur ekkert breyst
Sölvi Snær á varnaræfingum KSÍ: Fer betri leikmaður útaf þessum æfingum
Jörundur Áki: Þeir hafa margt fram að færa sem krakkarnir geta lært af
Hugurinn leitaði heim eftir góð ár í Árbæ - „Var svolítið ákveðin"
Norðurálsmótið 40 ára í sumar
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
   þri 08. ágúst 2023 23:23
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Búi: Við erum besta liðið í Kópavogi
Vill fá heimaleik og sá leikur mun vinnast
Mynd: Hulda Margrét
Búi Vilhjálmur Guðmundsson, þjálfari KFK, var hæstánægður með það að vera kominn í undanúrslit Fótbolti.net bikarsins eftir sigur á Kára í kvöld. 4. deildar liðið gerði sér lítið fyrir og sló út 3. deildar liðið í 8-liða úrslitunum.

Lestu um leikinn: KFK 3 -  2 Kári

„Liðsheildin og baráttan skóp þetta hjá okkur. Þetta var ekki okkar besti leikur í sumar, en þetta var ótrúlega skemmtilegur leikur á að horfa, eins og þeir sem lesa textalýsinguna sjá, fullt af færum," sagði Búi.

KFK var eina 4. deildar liðið sem eftir var í keppninni í 8-liða úrslitunum. Var mikið horft á þessa keppni í byrjun tímabils?

„Fyrir lið í 3. og 4. deildinni þá er þessi keppni auka innspýting, fleiri leikir. Nú erum við búnir að bæta helling við leikjafjöldann okkar í sumar, bara skemmtilegt og margir sem fá að spila."

Búi er ekki með neinn óskamótherja í undanúrslitunum. „Ég vil bara fá heimavígið, alveg sama hverjir það verða, við vinnum þá."

KFK er í 3. sæti í 4. deildinni og er markmiðið skýrt þar.

„Við ætlum okkur upp, það er klárt mál. Það var mikið af leikmönnum sem komu seint inn í mótið og vorum lengi að trekkja okkur í gang, en við erum helvíti flottir núna."

„Klárlega (erum við sáttir með staðinn sem liðið er á), við erum besta liðið í Kópavogi eins og staðan er,"
sagði Búi og brosti.
Athugasemdir
banner
banner
banner