Landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson og fyrirliði liðsins, Sara Björk Gunnarsdóttir, sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í dag. Á morgun er fyrsti leikur Íslands á EM, fyrsti leikur af þremur í riðlakeppninni. Leikurinn á morgun er gegn Belgíu og hefst klukkan 16:00 á íslenskum tíma. Leikstaðurinn er Academy Stadium í Manchester sem er heimavöllur kvennaliðs Manchester City. Fundurinn fór fram á vellinum.
Hér að neðan má sjá samantekt af fundinum, svör þeirra Steina og Söru við spurningum fréttamanna. Hægt er að nálgast það efni sem þegar hefur verið birt með því að smella á hlekkina hér að neðan.
Hér að neðan má sjá samantekt af fundinum, svör þeirra Steina og Söru við spurningum fréttamanna. Hægt er að nálgast það efni sem þegar hefur verið birt með því að smella á hlekkina hér að neðan.
Steini um hvað við þurfum að gera til að vinna leikinn gegn Belgíu
„Við þurfum að vera aggresív, vera þétt og spila bara okkar besta leik. Þetta verður jafn leikur, Belgía er af svipuðum gæðum og við. Við teljum okkur vera betri og eiga góða möguleika á því að vinna en fótbolti snýst alltaf um að sýna það í hvert skipti sem maður fer inn á völlinn. Aðalmarkmiðið okkar á morgun er að spila góðan leik og eiga þá möguleika á því að vinna þennan leik."
Steini um Cecilíu, meiðsli hennar og valið á Auði Scheving
Steini um væntingar, fór hann yfir það með stelpunum að fara varlega í væntingaumræðu?
„Auðvitað förum við í gegnum ákveðið setup hvernig við viljum vinna eftir og hvernig við viljum nálgast hlutina. Þú getur ekki spilað nema einn leik í einu, það er ekkert flóknara en það. Þetta er leiðinlegur frasi en er staðreynd. Þú þarft að vera í núinu og klára það verkefni sem þú ert að fara í hverju sinni. Það er ekki hægt að fara fram úr því raunverulega. Við erum að fókusera á að spila á morgun og erum ekki að hugsa um neitt annað í dag. Við erum í dag að undirbúa okkur í dag um morgundaginn, gerum það sem best og vonandi skilar það sér í því að við eigum góðan leik á morgun."
Sara um spennustigið í hópnum, völlinn, stöðuna á sér og samtal við leikmann í belgíska liðinu
Steini um fáar mínútur hjá t.d. Guðnýju Árnadóttur síðustu mánuði. Hefuru áhyggjur af því að láta leikmann eins og Guðnýju spila í jafnmikilvægum leik og leikurinn á morgun er?
„Ég treysti öllum þessum stelpum til að spila, það er ástæðan fyrir því að þær eru þarna. Þær eru góðar fótbolta, búa yfir góðum eiginleikum sem knattspyrnukonur. Ég treysti þeim öllum 100% til að taka þátt í þessu eða koma inn á."
Steini um klæðnaðinn á morgun
Belgísku blaðamennirnir báðu Söru um að lýsa styrkleikum þeirra Janice Cayman og Tessa Wullaert sem eru fyrrum liðsfélagar Söru og eru í belgíska liðinu. Sara spilaði með Cayman í Lyon og Wullaert í Wolfsburg
„Tessa er klárlega mjög góð, mjög snögg og hefur gott auga fyrir leiknum. Hún getur klárað færi bæði með hægri og vinstri fæti. Hún er góður leikmaður sem við þurfum að vera meðvitaðar um. Janice er góður og stöðugur leikmaður, gerir alltaf það sem hún á að gera. Hún leggur mikið á sig, er góð í teignum og er leikmaður í hæsta gæðaflokki sem við þurfum að passa okkur á á morgun."
Líturu á þær tvær sem hættulegustu leikmenn belgíska liðsins?
„Já, ég myndi segja það."
Steini og Sara um Love Island áhorf: Steini, segðu bara satt!
Steini var beðinn um að segja hverjir væru hættulegustu þættirnir í leik Belgíu
„Þegar þær eru í ákveðnum svæðum þá eiga þær hættuleg hlaup aftur fyrir varnarlínuna. Leikmenn eins og Wullaert eru hættulegar í slíkum stöðum. Ef hún fær boltann í slíkri stöðu þá er hún góð í því að búa til mjög góð færi og einnig að skora mörk."
Myndiru segja að styrkleikar Belgíu séu svipaðir og styrkleikar íslenska liðsins?
„Já, ég myndi segja að það séu líkindi. Leikstílarnir eru mismunandi, belgíska liðið heldur boltanum mun meira en við. Leikurinn á morgun verður jafn."
Steini, myndiru segja að liðið sem tapar leiknum eigi ekki lengur möguleika á því að fara upp úr riðlinum þar sem liðin eigi eftir að mæta Frakklandi og Ítalíu?
„Nei, ég held að við munum sigra bæði Ítalíu og Frakkland," sagði Steini á léttu nótunum.
„Auðvitað eru þetta einungis þrír leikir og þú vilt ekki tapa ef markmiðið er að fara áfram. Við tökum bara einn leik í einu og sjáum hvað gerist."
Sara um að fá soninn til sín - „Erfitt að vera frá honum lengi"
Steini, geturu sagt frá veikleikum í belgíska liðinu án þess að gefa upp eitthvað leikplan?
„Ég vil helst bara sýna þá á morgun, vil ekki vera gagnrýna Belgana núna."
Steini um föstu leikatriðin sem gengu ekki alveg nógu vel upp gegn Póllandi
„Við höfum eitthvað aðeins farið yfir þau síðustu daga. Við förum yfir þetta á æfingu á eftir. Föstu leikatriðin snúast náttúrulega um að það þarf að vera gæði í spyrnunum svo hægt sé að gera eitthvað. Karólína var kannski 100% á sínum degi í spyrnunum gegn Póllandi en vonandi verður hún það á morgun ef hún byrjar."
Belgarnir æfa ekki á vellinum fyrir leik. Finnst Steina það skipta einhverju máii?
„Nei, ég held að það skipti engu máli. Við höfum undanfarna leiki, ef við höfum þurft að ferðast í einhvern tíma, sleppt því að æfa á vellinum. Leikmenn eru vanir því að spila á allskonar völlum. Ég held að það skipti engu máli."
Steini er stuðningsmaður Manchester City. Hvernig líður þér að vera kominn á City svæðið?
„Í Mekka? Mér finnst alltaf gaman að koma hingað. Ég ætla vona að ég upplifi eitthvað skemmtilegt eins og maður hefur upplifað með því að horfa á uppáhalds enska liðið sitt spila undanfarin ár," sagði Steini.
Athugasemdir