Liverpool
Enska úrvalsdeildin hefst á föstudaginn! Líkt og síðustu ár, þá kynnum við liðin í deildinni eftir því hvar þau enda í sérstakri spá fréttamanna Fótbolta.net. Liverpool endar í þriðja sæti ef spáin rætist.
Um liðið: Stuðningsmenn Liverpool eru þekktir fyrir setninguna 'næsta ár er okkar ár'. Það varð loksins að veruleika á þar síðasta tímabili þegar liðið vann efstu deild á Englandi í fyrsta sinn í 30 ár. Jurgen Klopp, þjálfari liðsins hefur byggt upp gríðarlega sterkt lið síðan hann tók við liðinu árið 2015. Einn allra mikilvægasti leikmaður liðsins, Virgil van Dijk, meiddist snemma á síðustu leiktíð. Liðið endaði í þriðja sæti eftir mikla dramatík á lokametrunum.
Stjórinn: Eins og fyrr segir tók Þjóðverjinn Klopp við Liverpool árið 2015 af Brendan Rodgers. Klopp er 54 ára en hann lék með Mainz í heimalandinu sem leikmaður. Hann lagði skóna á hilluna árið 2001. Hann tók þá við sem aðalþjálfari Mainz sem lék þá í næst efstu deild. Mainz var í efstu deild í fyrsta sinn tímabilið 2004/05. Liðið féll síðan 2006/07 og hann hætti tímabilið eftir það. Þýsku risarnir Bayern og Dortmund vildu fá hann og hann kaus að taka við Dortmund. Þar vann liðið deildina tvisvar undir hans stjórn, bikarinn einu sinni og tapaði úrslitaleik Meistaradeildarinnar gegn Bayern 2012/13. Hann hefur gert frábæra hluti með Liverpool.
Staða á síðasta tímabili: 3. sæti
Styrkleikar: Eins og áður segir hefur Klopp byggt upp alveg frábært lið. Alisson einn besti markvörður heims og með Van Dijk fyrir framan sig. Þríeykið í fremstu víglínu Salah, Mane og Firmino óstöðvandi þegar þeir eru í gír. Þegar Liverpool nær upp góðri stemningu, þá er erfitt að stöðva þá. Það gerir mikið fyrir Liverpool að fá stuðningsmennina aftur á völlinn.
Veikleikar: Með brottför Gini Wijnaldum til PSG í sumar er stórt skarð hoggið í miðju liðsins. Spurning hvort einhver nái að fylla skarðið hans. Annars er byrjunarliðið gríðarlega sterkt en það eru ekki margir þar fyrir utan sem ógna mönnum nógu mikið, og leikmenn fyrir utan byrjunarliðið gætu verið sterkari. Hvernig kemur Van Dijk til baka úr meiðslunum? Mun það taka tíma fyrir hann að ná upp fyrri krafti? Það gæti verið.
Talan: 68
Liverpool skoraði 68 mörk í deildinni á síðustu leiktíð. Liðið hefur aldrei skorað jafn fá mörk undir stjórn Klopp.
Lykilmaðurinn: Mohamed Salah
Hefur verið alveg hreint stórkostlegur fyrir Liverpool síðan hann kom til félagsins árið 2017. Skorað 95 mörk í 145 leikjum í deildinni. Mane og Firmino áttu ekki sitt besta ár á síðustu leiktíð og þarf Salah að fá þá með sér ef Liverpool ætlar að gera stóra hluti.
Fylgist með: Ibrahima Konate
Eini leikmaðurinn sem Liverpool hefur fengið til sín í sumar. Liverpool gerir vonir um að hann styrki vörnina og verði við hlið Van Dijk í vörn liðsins á tímabilinu. Lék alla leikina, nema gegn Íslandi, með franska U21 liðinu á EM sem féll þar úr leik í átta-liða úrslitum.
Komnir:
Ibrahima Konate frá RB Leipzig – 36 milljónir punda
Farnir:
Georginio Wijnaldum til PSG - frítt
Harry Wilson til Fulham – 12,5 milljónir punda
Marko Grujic til Porto – 10,5 milljónir punda
Taiwo Awoniyi til Union Berlin – 6,5 milljónir punda
Kamil Grabara til FC Kaupmannahöfn – 3 milljónir punda
Liam Millar til Basel – 1,3 milljónir punda
Sepp van den Berg til Preston - Á láni
Paul Glatzel til Tranmere - Á láni
Adam Lewis til Livingston - Á láni
Jakub Ojrzynski til Caernarfon Town - Á láni
Anderson Arroyo til Mirandes - Á láni
Fyrstu leikir:
14. ágúst, Norwich - Liverpool
21. ágúst, Liverpool - Burnley
28. ágúst, Liverpool - Chelsea
Þau sem spáðu: Alexandra Bía Sumarliðadóttir, Aksentije Milisic, Anton Freyr Jónsson, Arnar Laufdal Arnarsson, Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Helga Katrín Jónsdóttir, Sverrir Örn Einarsson, Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke, Victor Pálsson.
Liðin fengu eitt stig og upp í 20 eftir það hvar hver og einn spáði þeim. Liðið í síðasta sæti fékk eitt stig, liðið í 19. sæti tvö stig og koll af kolli. Stigin í spánni tengjast á engan hátt stigafjölda liðanna í deildinni.
Spáin:
1.
2.
3. Liverpool, 182 stig
4. Chelsea, 180 stig
5. Leicester, 153 stig
6. Tottenham, 141 stig
7. Arsenal, 139 stig
8. Everton, 122 stig
9. Leeds, 121 stig
10. West Ham, 117 stig
11. Aston Villa, 109 stig
12. Wolves, 86 stig
13. Brighton, 73 stig
14. Southampton, 68 stig
15. Crystal Palace, 54 stig
16. Newcastle, 52 stig
17. Burnley, 40 stig
18. Brentford, 35 stig
19. Norwich, 28 stig
20. Watford, 21 stig
Athugasemdir