Luke í leiknum í dag. Hann byrjaði á hægri kantinum en þær mínútur sem hann spilaði í seinni hálfleik spilaði hann á vinsri kanti.
Luke Rae gekk í raðir KR frá Gróttu í síðasta mánuði. Þessi 22 ára Englendingur var í byrjunarliði liðsins í dag þegar það mætti Val í Lengjubikarnum.
„Það er erfitt að segja að við höfum átt frábæra frammistöðu í dag, úrslitin tala sínu máli. Það voru mistök sem við gerðum í gegnum leikinn sem kostuðu okkur, þeir gátu sótt hratt á okkur. Það er enn talsvert í mót, við höfum fengið nýja leikmenn inn í hópinn, unga leikmenn líka, það tekur tíma að venjast liðinu í heild sinni. Ég myndi segja að þetta hafi verið allt í lagi í dag," sagði Luke eftir leikinn í dag.
„Það er svona 50:50. Ég gerði nokkuð vel í einhver skipti en á móti klikkaði ég á góðu færi í lokin sem ég hefði átt að skora úr. Í níu af hverjum tíu skiptum hefði ég sett boltann í netið. Þú átt svona daga þar sem þú klikkar á færum. En heilt yfir var þetta í lagi."
„Fyrstu vikurnar hjá KR hafa verið æðislegar. Strákarnir hafa tekið mjög vel á móti mér, þjálfararnir líka, Rúnar hefur hjálpað mér mikið fyrstu vikurnar, er alltaf að tala við mig. Þegar þú ferð í félag sem er jafnstórt og KR þá er smá kvíði en Rúnar talaði við mig og sagði mér að segja strákunum hvernig ég spila og kynna mér hvernig þeir spila."
Luke er á leið í sitt fjórða tímabil á Íslandi. Hann var spurður hvort hann hefði ekkert hugsað um að fara heim til Englands eftir að hafa upplifað veðráttuna á Íslandi undanfarinn mánuð.
„Ég hef hugsað um það að væri það besta í stöðunni, þessi vetur hefur verið slæmur en síðasti á undan var allt í lagi. En tækifærið að spila á háu leveli hér og mögulega að komast enn lengra er heillandi. Það er í lagi að spila á Bretlandi en sem Englendingur er ekki algengt að fara erlendis. Ég get sýnt fólki að ef það fær ekki tækifæri á Englandi þá er hægt að fara erlendis og spila þar."
Luke spilaði með Tindastóli tímabilið 2020, Vestra tímabilið 2021 og Gróttu tímabilið 2022.
„Þessi saga segir eitthvað, að fara úr 3. deild upp í efstu deild. Það voru auðvitað hæðir og lægðir í þessu. Ég verð að gefa Chris (Brazell) og Gróttu mikið kredit. Þar fékk ég mikla hjálp, mjög faglegir og ég veit að þeir munu gera mjög góða hluti í sumar. Ég get séð Gróttu fara upp um deild. Það fóru óteljandi stundir frá þeim í að hjálpa mér."
Viðtalið við Luke er talsvert lengra og má sjá það í heild sinni í spilaranum efst í fréttinni.
Sjá einnig:
Bestur í 3. deild: Fékk oft neitanir vegna hæðarinnar (27. júlí 2020)
Athugasemdir