Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
Atli Þór í skýjunum: Víkingur var eina liðið sem ég hafði auga á
Alex er kominn heim: Mig langaði að fara í bláu treyjuna aftur
Benoný stýrði víkingaklappinu með stuðningsmönnum eftir fyrsta leikinn sinn
Stígur út úr þægindarrammanum og fer norður - „Nú fer ég og kíki í mat til hennar"
Hákon segir allt risastórt hjá Lille - „Vinur minn vill að ég taki Nunez treyjuna"
Glódís Perla: Ótrúlega dýrmætt og mun aldrei gleyma því
Kominn heim eftir dvöl í Portúgal og á Ítalíu - „Er enn með stóra drauma"
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
   sun 12. febrúar 2023 23:10
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Úr 3. deild í þá Bestu á þremur árum - „Verð að gefa Chris og Gróttu mikið kredit"
Luke í leiknum í dag. Hann byrjaði á hægri kantinum en þær mínútur sem hann spilaði í seinni hálfleik spilaði hann á vinsri kanti.
Luke í leiknum í dag. Hann byrjaði á hægri kantinum en þær mínútur sem hann spilaði í seinni hálfleik spilaði hann á vinsri kanti.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Chris Brazell, þjálfari Grótu.
Chris Brazell, þjálfari Grótu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Luke Rae gekk í raðir KR frá Gróttu í síðasta mánuði. Þessi 22 ára Englendingur var í byrjunarliði liðsins í dag þegar það mætti Val í Lengjubikarnum.

„Það er erfitt að segja að við höfum átt frábæra frammistöðu í dag, úrslitin tala sínu máli. Það voru mistök sem við gerðum í gegnum leikinn sem kostuðu okkur, þeir gátu sótt hratt á okkur. Það er enn talsvert í mót, við höfum fengið nýja leikmenn inn í hópinn, unga leikmenn líka, það tekur tíma að venjast liðinu í heild sinni. Ég myndi segja að þetta hafi verið allt í lagi í dag," sagði Luke eftir leikinn í dag.

„Það er svona 50:50. Ég gerði nokkuð vel í einhver skipti en á móti klikkaði ég á góðu færi í lokin sem ég hefði átt að skora úr. Í níu af hverjum tíu skiptum hefði ég sett boltann í netið. Þú átt svona daga þar sem þú klikkar á færum. En heilt yfir var þetta í lagi."

„Fyrstu vikurnar hjá KR hafa verið æðislegar. Strákarnir hafa tekið mjög vel á móti mér, þjálfararnir líka, Rúnar hefur hjálpað mér mikið fyrstu vikurnar, er alltaf að tala við mig. Þegar þú ferð í félag sem er jafnstórt og KR þá er smá kvíði en Rúnar talaði við mig og sagði mér að segja strákunum hvernig ég spila og kynna mér hvernig þeir spila."


Luke er á leið í sitt fjórða tímabil á Íslandi. Hann var spurður hvort hann hefði ekkert hugsað um að fara heim til Englands eftir að hafa upplifað veðráttuna á Íslandi undanfarinn mánuð.

„Ég hef hugsað um það að væri það besta í stöðunni, þessi vetur hefur verið slæmur en síðasti á undan var allt í lagi. En tækifærið að spila á háu leveli hér og mögulega að komast enn lengra er heillandi. Það er í lagi að spila á Bretlandi en sem Englendingur er ekki algengt að fara erlendis. Ég get sýnt fólki að ef það fær ekki tækifæri á Englandi þá er hægt að fara erlendis og spila þar."

Luke spilaði með Tindastóli tímabilið 2020, Vestra tímabilið 2021 og Gróttu tímabilið 2022.

„Þessi saga segir eitthvað, að fara úr 3. deild upp í efstu deild. Það voru auðvitað hæðir og lægðir í þessu. Ég verð að gefa Chris (Brazell) og Gróttu mikið kredit. Þar fékk ég mikla hjálp, mjög faglegir og ég veit að þeir munu gera mjög góða hluti í sumar. Ég get séð Gróttu fara upp um deild. Það fóru óteljandi stundir frá þeim í að hjálpa mér."

Viðtalið við Luke er talsvert lengra og má sjá það í heild sinni í spilaranum efst í fréttinni.

Sjá einnig:
Bestur í 3. deild: Fékk oft neitanir vegna hæðarinnar (27. júlí 2020)
Athugasemdir
banner
banner
banner