Amorim vill að Quenda verði keyptur - West Ham hefur áhuga á Harwood-Bellis - Hár verðmiði á Branthwaite
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
Steini: Óvissa með leikkerfið en undirbúum okkur undir bæði
Sölvi Geir: Allir Víkingar mega vera stoltir af þessu liði
Matti Villa: Hefðum átt góða möguleika í framlengingu
Ari Sigurpáls: Upprunalegt markmið var að ná í eitt stig
Fyrirliði Vals um félagaskipti Gylfa: Þetta var blásið upp
Myndband: Víkingar fá fallegar kveðjur að heiman
Telja að Víkingur hafi gert díl við manninn þarna uppi
Góður andi í Aþenu - 75 Víkingar á 75 þúsund manna velli
Sölvi Geir: Besta og dýrasta afmælisgjöf sem ég hef fengið
Lykilmenn snúa úr banni - „Langt frá því að vera saddir“
„Þeir hreinlega skömmuðust sín“
   sun 15. ágúst 2021 19:23
Arnar Laufdal Arnarsson
Davíð Þór: Færanýtingin betri í dag
Sáttur með sína menn og ungu leikmenn liðsins
Sáttur með sína menn og ungu leikmenn liðsins
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var frábært að vinna í fyrsta lagi og að vinna svona örugglega var bara ennþá betra og við erum mjög ánægðir í dag," sagði Davíð Þór Viðarsson aðstoðarþjálfari FH-inga eftir flottan 5-0 sigur gegn Leikni R. í dag.

Lestu um leikinn: FH 5 -  0 Leiknir R.

FH-ingar voru mjög góðir fyrir framan markið og nýttu sín færi vel, annað en í leiknnum gegn ÍA í Mjólkurbikarnum sem endaði með 1-0 tapi.

„Já hún var örlítið betri í dag en gegn Skaganum, þetta var ekkert 5-0 leikur ég held við getum alveg verið raunsæir með það, sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem þetta var frekar jafnt, við vorum mikið með boltann en samt ekkert að skapa okkur mikið en eftir annað markið þá losnar aðeins um einhvað hjá okkur og við fyllumst sjálfstrausts og við gengum bara á lagið."

Í dag voru margir uppaldir FH-ingar í leikmannahópi liðsins, Davíð hlýtur að vera mjög sáttur með það.

„Já klárlega. Logi Hrafn byrjar í dag, við setjum Jóhann Ægi inn á, nú er ég bara að tala um 2. flokks stráka en við setjum síðan Óskar Atla inn á ásamt William Cole Campell sem er ennþá bara í 3. flokki, fimmtán ára þannig bara frábært fyrir þessa ungu stráka að fá mínútur, Cole að fá sínar fyrstu mínútur og hinir að spila annan og þriðja leikinn sinn þannig að það er mjög jákvætt og vonandi halda þessi strákar að bæta sig og verða lykilleikmenn í Fimleikafélaginu á næstu árum."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan en þar talar Davíð um frammistöðu Loga Hrafns og markmið FH það sem eftir er af tímabilinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner