„Þetta var frábært að vinna í fyrsta lagi og að vinna svona örugglega var bara ennþá betra og við erum mjög ánægðir í dag," sagði Davíð Þór Viðarsson aðstoðarþjálfari FH-inga eftir flottan 5-0 sigur gegn Leikni R. í dag.
Lestu um leikinn: FH 5 - 0 Leiknir R.
FH-ingar voru mjög góðir fyrir framan markið og nýttu sín færi vel, annað en í leiknnum gegn ÍA í Mjólkurbikarnum sem endaði með 1-0 tapi.
„Já hún var örlítið betri í dag en gegn Skaganum, þetta var ekkert 5-0 leikur ég held við getum alveg verið raunsæir með það, sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem þetta var frekar jafnt, við vorum mikið með boltann en samt ekkert að skapa okkur mikið en eftir annað markið þá losnar aðeins um einhvað hjá okkur og við fyllumst sjálfstrausts og við gengum bara á lagið."
Í dag voru margir uppaldir FH-ingar í leikmannahópi liðsins, Davíð hlýtur að vera mjög sáttur með það.
„Já klárlega. Logi Hrafn byrjar í dag, við setjum Jóhann Ægi inn á, nú er ég bara að tala um 2. flokks stráka en við setjum síðan Óskar Atla inn á ásamt William Cole Campell sem er ennþá bara í 3. flokki, fimmtán ára þannig bara frábært fyrir þessa ungu stráka að fá mínútur, Cole að fá sínar fyrstu mínútur og hinir að spila annan og þriðja leikinn sinn þannig að það er mjög jákvætt og vonandi halda þessi strákar að bæta sig og verða lykilleikmenn í Fimleikafélaginu á næstu árum."
Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan en þar talar Davíð um frammistöðu Loga Hrafns og markmið FH það sem eftir er af tímabilinu.
Athugasemdir