Valur fékk Stjörnuna í heimsókn fyrr í kvöld, leikar enduðu 3-0 fyrir heimamönnum en mörk Vals skoruðu þeir Aron Jóhannsson, Birkir Már Sævarsson og Sigurður Egill Lárusson. Þjálfari liðsins Ólafur Jóhannesson kom léttur í viðtal eftir leik.
Lestu um leikinn: Valur 3 - 0 Stjarnan
„Þetta var fínn leikur af okkar hálfu, við erum búnir að spila ágætlega þessa þrjá leiki í úrslitarkeppninni en ekki unnið fyrstu tvo þrátt fyrir ágætisspilamennsku. Núna héldum við markinu hreinu og unnum sanngjarnan sigur."
Hvernig finnst þér nýja fyrirkomulagið á deildinni?
„Mér finnst það glatað. Ég er búinn að segja það áður en mér finnst það ekki nógu gott. Ég svosem nenni ekki að tala um hvað mér finnst að því, mér finnst margt að því og ég held að það komi vel í ljós núna hvað það eru margir gallar á því. Það eru fleiri gallar en plúsar."
Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir