„Mér líður vel alltaf gaman að vinna þótt að sigurinn þýði lítið akkurat núna. Gott að fá smá stemningu og gleði í hópinn. Ég er sáttur. Segir Viktor Jónsson leikmaður ÍA eftir 3-2 endurkomu sigur á ÍBV
Lestu um leikinn: ÍA 3 - 2 ÍBV
ÍA eru nokkurnveginn fallnir úr deildinni þrátt fyrir þessi úrslit.
„Þetta er bara týpiskt. Maður hefur séð þetta oft að það losni um pressu og stress þegar lið falla. Þetta hefði mátt koma fyrr en svona er þetta”
Viktor hefur verið að glíma við meiðsli á tímabilinu.
„Það hefur verið vesen á bakinu. Ég ætla ekkert ítarlega ofan í það en ég er ekki með nákvæma greiningu á þessu en í dag er ég orðinn góður og þetta skiptir svosem ekki máli.”
Viktor var spurður hvort hann yrði áfram á Skaganum að ári.
„Ég er búinn að hugsa þetta og búinn að eiga samtal en ég hef ekki ákveðið. Ég tek einn dag í einu. Eins og staðan er í dag set ég stefnuna á að koma ÍA beint upp aftur.”
Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir