Trent búinn að semja við Real um kaup og kjör - Man Utd ætlar að losa sig við Rashford og Casemiro - United skoðar ungan Tyrkja
Arnar Gunnlaugs: Ég er ekki að biðja ykkur um að vera þolinmóðir
Stefán Teitur: Nenni ekki að standa hérna og tala um það
Orri Steinn: Höldum því bara á milli okkar leikmanna og teymisins
Aron Einar: Skil strákana eftir tíu og þarf að bera ábyrgð á því
Arnór Ingvi hreinskilinn: Grautfúlt og hundlélegt
Sögur um margar breytingar á byrjunarliðinu - Hákon meiddur?
Orri Hrafn: Klárir í þá baráttu sem framundan er
Var í viðræðum við óvænt félag er Keflavík hafði samband - „Á alltaf að treysta innri tilfinningu"
Túfa: Þetta er ekki að gerast í fyrsta skipti
Árni Freyr: Auðvitað aðeins meiri orka hjá þeim í lokin
Sverri finnst gaman að taka þátt í nýjungum og fagnar því að Jói bætist við
Valgeir klár í að byrja - „Skemmtilegra að vera aðeins ofar á vellinum“
Stefán Teitur: Það var lítið sofið í flugvélinni
Benoný farinn að vekja athygli á Englandi - „Algjör draumur“
Sú markahæsta mætt aftur í grænt: Langaði að fara heim og finna gleðina
Eggert Aron spenntur fyrir nýju verkefni - „Þetta er hálfgerð klikkun“
Aron Einar: Skrítið að segja það
Ísak þakklátur fyrir traustið: Eins og lítið barn sem er að sjá eitthvað skemmtilegt í sjónvarpinu
Arnar Gunnlaugs: Himinn og jörð eru ekki að farast
Hákon Rafn: Bæði skotin fara í gegnum klofið á varnarmanni
   sun 23. mars 2025 20:41
Sverrir Örn Einarsson
Aron Einar: Skil strákana eftir tíu og þarf að bera ábyrgð á því
Icelandair
Aron Einar gengur svekktur af velli eftir að hafa fengið að líta rauða spjaldið.
Aron Einar gengur svekktur af velli eftir að hafa fengið að líta rauða spjaldið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Einar Gunnarsson hefur átt betri daga í landsliðstreyju Íslands en hann átti í dag eftir að hafa komið inn á í hjarta varnar Íslands sem varamaður í hálfleik í 1-3 tapi gegn Kósóvó. Eftir örfáar mínútur var hann kominn í svörtu bókina hjá dómara leiksins með gult spjald og á 69. mínútu leiksins fékk hann að líta gult á ný og þar með rautt eftir baráttu við framherjann Vedat Muriqi sem fór illa með Íslendinga í kvöld. Aron var til viðtals við Fótbolta.net að leik loknum og sagði um sín fyrstu viðbrögð.

„Þungt, eins og gengur og gerist í þessu. Það er upp og niður ig það er áfram og afturábak og við þurfum svo sannarlega að bæta okkur á öllum sviðum finnst mér. Þetta eru grundvallaratriði líka, fyrsti bolti og seinni bolti og að vera aggresívari í návígum. Það er það sem er mest svekkjandi en Kósóvó þeir vinna þetta einvígi bara nokkuð sanngjarnt og við þurfum bara að átta okkur á því..“

Aron fékk sem fyrr segir tvö gul spjöld í leiknum og þar með rautt. Hvernig horfðu atvikin með spjöldin við honum?

„Þið hafið væntanlega séð þau aftur er það ekki? Soft vægt til orða tekið. Ég vinn boltann í fyrra þar sem hann sparkar upp í löppina á mér og ég fæ gult spjald. Svo er hann (Muriqi) að toga í treyjuna mína og togar mig niður og lætur sig svo detta. Það segir sig svolítið sjálft að mér finnst þetta ósanngjarnt rautt spjald en ég kem mér í þessa aðstöðu og fæ rautt spjald. Skil strákanna eftir tíu og þarf bara að bera ábyrgð á því svo einfalt er það.“

Í upphafi leiks var mögulegt tilefni til bjartsýni en Orri Freyr Óskarsson kom Íslandi í 1-0 eftir aðeins um tveggja mínútna leik. Eftir það var þó lítið jákvætt í leik Íslands. Hvað fannst Aroni gerast sem varð til þess að svona fór?

„Bara eins og ég sagði áðan. Við unnum ekki seinni bolta og það er bara við sem lið. Þar er ekki einstaklingar, það keppast allir um við að finna einn eða tvo til að hvort sem er að hæla eða tala illa um. Það er ekki í boði hjá okkur. Við þurfum að standa saman sem lið og þetta þarf að bæta. Við vitum það alveg sjálfir og ég nefndi það við strákanna eftir leik.“

Aron byrjaði fyrri leikinn á fimmtudaginn síðastliðinn en var settur á varamannabekkinn í kvöld. Var hann svekktur að byrja ekki leikinn?

„Nei, við vissum alveg að það yrðu breytingar. Það var ýmislegt sem verið var að prófa og við erum með fullt af flinkum leikmönnum sem eru að berjast um sæti.“

Um næstu skref hjá liðinu og hvort stóra verkefnið hjá liðinu væri að stilla saman strengi í varnarleik liðsins sagði Aron.

„Já það er einn hluti af því. Við þurfum að bæta ýmislegt þar en það er margt annað sem við þurfum að pæla í líka .“

„Það er fullt af góðum leikmönnum og við þurfum að sækja í eitthvað til að bæta þessa hluti sem ég var að ræða. Það er ekkert mál það eru basic hlutir í fótbolta sem þarf að gera og svo kemur hitt. Við erum að prófa nýja hluti og erum ekki með margar æfingar en það þýðir ekki að skýla sér á bakvið það þegar við erum að tala um grundvallaratriði.“

Sagði Aron en viðtalið við hann má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner