Oliver Stefánsson var gríðarlega ánægður eftir 3-0 sigurinn gegn Víkingum fyrr í kvöld.
Liðin mættust á Norðuálsvellinum á Akranesi í 2. umferð Bestu deildarinnar og fóru Skagamenn með sannfærandi sigur af hólmi, Oliver spilaði þar stórt hlutverk og var frábær á miðju Skagamanna.
Lestu um leikinn: ÍA 3 - 0 Víkingur R.
„Þetta var bara ólýsanlegt, þetta var geggjað, ég veit ekki hvað það voru margir í stúkunni en það sást að það gaf okkur aukinn styrk í dag.''
„Ég er ekki jafn vanur miðjunni og ég er aftast en þetta er eitthvað sem mér finnst maður eiga að geta leyst sem hafsent, að vera djúpur þar sem ég er svona í sexunni, ef að þjálfarinn vill að ég spili þetta þá geri ég það bara.''
„Mér fannst við vera með þá allan leikinn, við áttum þá bara, vissum hvað þeir voru að fara að gera, mér fannst við betri í dag þó svo að þeir hafi verið meira með boltann.''
Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan en þar ræðir Oliver betur um leikinn og sjálfan sig.