Delap undir smásjá Man Utd - Ederson á óskalista Man City - Verður Saliba sá dýrasti?
Tími kominn til að taka skrefið - „Hitti hann á göngugötunni á Tenerife"
„Pældi bara í því sem var á borðinu og Víkingur var númer eitt"
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
Dóri Árna: Erum í leit að hafsent og senter
Óli Valur skoraði gegn gömlu félögunum: Virkilega gaman, toppmenn
Markus Nakkim: Besta ákvörðunin fyrir mig að koma til Íslands
Unnur skiptir um félag í fyrsta sinn - „Þurfti á þessu að halda"
„Einhver áhugi en Stjarnan var alltaf að fara að vera valin"
Óskar Hrafn um félagskiptamarkaðinn: Verðum ekki mjög aktívir
Gylfi hefur heyrt í Arnari: Samband okkar hefur ekkert breyst
Sölvi Snær á varnaræfingum KSÍ: Fer betri leikmaður útaf þessum æfingum
Jörundur Áki: Þeir hafa margt fram að færa sem krakkarnir geta lært af
Hugurinn leitaði heim eftir góð ár í Árbæ - „Var svolítið ákveðin"
Norðurálsmótið 40 ára í sumar
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
   fös 25. ágúst 2023 21:36
Sverrir Örn Einarsson
Baldvin: Ef leikir í fótbolta væru 80 mínútur þá væri Ægir ekki í fallsæti
Lengjudeildin
Baldvin Már Borgarson
Baldvin Már Borgarson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það var ansi margt sem fór úrskeiðis í dag. Við byrjum á að gefa þeim mörk og erum bara lélegir. Alltof margir leikmenn hjá okkur sem eiga bara hræðilegan dag. Fyrirliðinn okkar Stefan Dabetic, þetta er örugglega lélegasti leikurinn hans í Ægistreyjunni og hann er búinn að vera hérna í fimm ár.“ Sagði Baldvin Már Borgarsson aðstoðarþjálfari Ægismanna sem fengu 7-2 skell gegn Grindavík á Stakkavíkurvelli í kvöld en ósigurinn þýddi jafnframt að lið Ægis er fallið úr Lengjudeildinni og leikur því í 2.deild á næsta tímabili.

Fallið eins og áður segir staðreynd en hafði það mögulega einhver áhrif inn í hópinn að allt annað en sigur þýddi fall og menn hafi jafnvel orðið stressaðri fyrir leiknum en annars?

„Það vissu allir að við vorum fallnir fyrir tveimur umferðum síðan. Við vorum að horfa í leiki gegn Selfoss, Þrótti og Þór. Leikir þar sem við hefðum átt að taka níu stig miðað við frammistöður en fengum eitt. Ef að það allt hefði gengið upp þá værum við ekki í þessari stöðu en við vissum að róðurinn væri þungur og að helvíti margt þyrfti að ganga upp til þess að við myndum ekki falla.“

Ægisliðið getur þó kvatt deildina með reisn enda þrír leikir eftir sem liðið mætir svo að segja pressulaust í. En eftir tímabilið er eitthvað sem Baldvin og liðið horfir í eftir að hafa veitt flestum liðum deildarinnar alvöru leiki? En liðið væri til að mynda ekki í fallsæti ef knattspyrnuleikir væru flautaðir af eftir 80 mínútur.

„Ég tók þess tölfræði saman um daginn og það er bara staðreynd að ef leikir í fótbolta væru 80 mínútur þá væri Ægir ekki í fallsæti en leikirnir eru 90 mínútur. Við þurfum að klára þær allar sem við höfum ekki gert í sumar.“

Sagði Baldvin en allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan þar sem Baldvin ræðir meðal annars lærdóminn af tímabilinu og þær áskoranir sem framundan eru hjá Ægi.

„“
Athugasemdir
banner
banner
banner