Chelsea blandar sér í baráttu við Arsenal um Isak - Real Madrid hyggst lána eftirsóttan Guler - Mourinho ekki að reyna við Ronaldo
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
banner
   fös 25. ágúst 2023 21:36
Sverrir Örn Einarsson
Baldvin: Ef leikir í fótbolta væru 80 mínútur þá væri Ægir ekki í fallsæti
Lengjudeildin
Baldvin Már Borgarson
Baldvin Már Borgarson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það var ansi margt sem fór úrskeiðis í dag. Við byrjum á að gefa þeim mörk og erum bara lélegir. Alltof margir leikmenn hjá okkur sem eiga bara hræðilegan dag. Fyrirliðinn okkar Stefan Dabetic, þetta er örugglega lélegasti leikurinn hans í Ægistreyjunni og hann er búinn að vera hérna í fimm ár.“ Sagði Baldvin Már Borgarsson aðstoðarþjálfari Ægismanna sem fengu 7-2 skell gegn Grindavík á Stakkavíkurvelli í kvöld en ósigurinn þýddi jafnframt að lið Ægis er fallið úr Lengjudeildinni og leikur því í 2.deild á næsta tímabili.

Fallið eins og áður segir staðreynd en hafði það mögulega einhver áhrif inn í hópinn að allt annað en sigur þýddi fall og menn hafi jafnvel orðið stressaðri fyrir leiknum en annars?

„Það vissu allir að við vorum fallnir fyrir tveimur umferðum síðan. Við vorum að horfa í leiki gegn Selfoss, Þrótti og Þór. Leikir þar sem við hefðum átt að taka níu stig miðað við frammistöður en fengum eitt. Ef að það allt hefði gengið upp þá værum við ekki í þessari stöðu en við vissum að róðurinn væri þungur og að helvíti margt þyrfti að ganga upp til þess að við myndum ekki falla.“

Ægisliðið getur þó kvatt deildina með reisn enda þrír leikir eftir sem liðið mætir svo að segja pressulaust í. En eftir tímabilið er eitthvað sem Baldvin og liðið horfir í eftir að hafa veitt flestum liðum deildarinnar alvöru leiki? En liðið væri til að mynda ekki í fallsæti ef knattspyrnuleikir væru flautaðir af eftir 80 mínútur.

„Ég tók þess tölfræði saman um daginn og það er bara staðreynd að ef leikir í fótbolta væru 80 mínútur þá væri Ægir ekki í fallsæti en leikirnir eru 90 mínútur. Við þurfum að klára þær allar sem við höfum ekki gert í sumar.“

Sagði Baldvin en allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan þar sem Baldvin ræðir meðal annars lærdóminn af tímabilinu og þær áskoranir sem framundan eru hjá Ægi.

„“
Athugasemdir
banner