Sex úrvalsdeildarfélög vilja liðsfélaga Hákonar - Ekitike eftirsóttur af Arsenal, Liverpool, Man Utd og Newcastle
Siggi Höskulds: Hrikalega stoltur af liðinu að klára þetta
Meiðslavandræðin elta KA - „Var ekki parsáttur við Þórsarana"
Arnar Gunnlaugs: Ég er ekki að biðja ykkur um að vera þolinmóðir
Stefán Teitur: Nenni ekki að standa hérna og tala um það
Orri Steinn: Höldum því bara á milli okkar leikmanna og teymisins
Aron Einar: Skil strákana eftir tíu og þarf að bera ábyrgð á því
Arnór Ingvi hreinskilinn: Grautfúlt og hundlélegt
Sögur um margar breytingar á byrjunarliðinu - Hákon meiddur?
Orri Hrafn: Klárir í þá baráttu sem framundan er
Var í viðræðum við óvænt félag er Keflavík hafði samband - „Á alltaf að treysta innri tilfinningu"
Túfa: Þetta er ekki að gerast í fyrsta skipti
Árni Freyr: Auðvitað aðeins meiri orka hjá þeim í lokin
Sverri finnst gaman að taka þátt í nýjungum og fagnar því að Jói bætist við
Valgeir klár í að byrja - „Skemmtilegra að vera aðeins ofar á vellinum“
Stefán Teitur: Það var lítið sofið í flugvélinni
Benoný farinn að vekja athygli á Englandi - „Algjör draumur“
Sú markahæsta mætt aftur í grænt: Langaði að fara heim og finna gleðina
Eggert Aron spenntur fyrir nýju verkefni - „Þetta er hálfgerð klikkun“
Aron Einar: Skrítið að segja það
Ísak þakklátur fyrir traustið: Eins og lítið barn sem er að sjá eitthvað skemmtilegt í sjónvarpinu
   fim 27. júlí 2023 21:34
Brynjar Ingi Erluson
Daníel Hafsteins ánægður í nýrri stöðu - „Fannst þeir ekkert rosalega hættulegir“
Daníel Hafsteinsson
Daníel Hafsteinsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er búið að vera hrikalega skemmtilegt og nú bara að klára seinni leikinn og þá erum við í toppmálum.“ sagði Daníel Hafsteinsson, leikmaður KA, eftir 3-1 sigurinn á Dundalk í fyrri viðureign liðanna í 2. umferð í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu í Úlfarsárdal í kvöld.

Lestu um leikinn: KA 3 -  1 Dundalk

Sveinn Margeir Hauksson skoraði tvö og Bjarni Aðalsteinsson eitt mark í leiknum og fer liðið því með ágætis veganesti til Írlands.

KA-menn spiluðu flottan fótbolta í leiknum og var Daníel gríðarlega öflugur í sóknarleik liðsins og lagði meðal annars upp annað markið.

„Jújú, en minna stress þegar maður er inni á vellinum þá fer minna í gegnum hausinn á manni. Maður þarf að gera en kannski ekki 'ideal' uppspil upp við markið en gekk í þetta skiptið og það þarf að þora til að komast upp völlinn.“

„Ég sá Svenna í hlaupinu í gegn og ákvað að prófa einhverja snuddu þarna í gegn og gekk í þetta skiptið.

Daníel er að spila öðruvísi hlutverk en hann gerði í byrjun tímabils en hann er að spila aðeins aftar á miðsvæðinu og líkar vel við þá stöðu.

„Ekkert endilega þannig. Þetta er allt að smella og menn með 100 prósent fókus. Ég er að spila aðeins öðruvísi stöðu sem ég var að spila í byrjun tímabils og kominn aðeins neðar sem mér finnst alveg þægilegt að vera box-to-box og það er búið að ganga vel. Mér finnst fínt að vera í boltanum og það gengur fínt.“

KA-menn voru óheppnir með markið sem þeir fengu á sig en Daníel var ánægður með viðbrögðin við markinu.

„Ég man ekki hvernig það var. Þegar þeir eru að koma í crossunum og ekki hægt að verjast öllu. Dettur fyrir hann og ekkert við því að segja en geðveikt að koma til baka og skorum nokkrum mínútum síðar.“

„Mér fannst þeir ekkert rosalega hættulegir eða við vorum með þetta nokkurn veginn en hefðum mátt halda aðeins betur í boltann. Það er ekki allt hægt í þessu.“


Liðin mætast aftur í næstu viku en sigurvegarinn spilar líklega við Club Brugge, sem komst í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu á síðasta tímabili.

„Við vissum að við þyrftum að vinna þennan leik og verður allt annar leikur úti. Við verðum að spila þann leik eins og þennan, ekki falla of mikið niður og reyna að komast upp fyrir boxið og ná að spila boltanum þá hef ég fulla trú á þessu.“
Athugasemdir
banner
banner
banner