„Maður segir eins og alltaf 'áfram gakk' en það er margt sem þarf að skoða og laga eftir þennan leik," sagð Todor Hristov þjálfari ÍBV eftir 1 - 7 tap gegn Val í eyjum í dag.
Lestu um leikinn: ÍBV 1 - 7 Valur
„Við fylgdum plani en að fá á sig 3-4 mörk úr horni gegn besta liðinu er ekki í boði. Ef þú ert að mæta toppliði sem er að spila vel og gerir margt gott sóknarlega, þá er allt annað að fá á sig mark eftir flott spil hjá þeim heldur en að fá á sig fyrstu þrjú mörkin úr horni."
ÍBV á ekki leik fyrr en gegn Þrótti 10. ágúst næstkomandi. Því liggur beinast við að spyrja, hvað á að gera á þjóðhátíð?
„Hafa gaman!" sagði hann en fá stelpurnar frí? „Já! Maður er leikmaður en fyrst og fremst manneskja. Þær eiga að hafa gaman en á sama tíma æfa vel og gera sitt í fótbolta. Það breytist ekkert."