Liverpool og Newcastle gætu skipst á framherjum - Bayern undirbýr tilboð í Verbruggen - Man Utd horfir til Sporting
Sölvi Geir: Akkúrat leikurinn sem þú vilt fá rétt fyrir mót
Óskar Hrafn um meiðsli Stefáns Árna: Eitthvað sem viðkemur leiknum sjálfum verður hjákátlegt
Jóhann Kristinn: Væri mjög barnalegt að skella skuldinni á það
Agla María spennt fyrir tímabilinu: Höfum sjaldan verið með jafn öflugan hóp
Siggi Höskulds: Hrikalega stoltur af liðinu að klára þetta
Meiðslavandræðin elta KA - „Var ekki parsáttur við Þórsarana"
Arnar Gunnlaugs: Ég er ekki að biðja ykkur um að vera þolinmóðir
Stefán Teitur: Nenni ekki að standa hérna og tala um það
Orri Steinn: Höldum því bara á milli okkar leikmanna og teymisins
Aron Einar: Skil strákana eftir tíu og þarf að bera ábyrgð á því
Arnór Ingvi hreinskilinn: Grautfúlt og hundlélegt
Sögur um margar breytingar á byrjunarliðinu - Hákon meiddur?
Orri Hrafn: Klárir í þá baráttu sem framundan er
Var í viðræðum við óvænt félag er Keflavík hafði samband - „Á alltaf að treysta innri tilfinningu"
Túfa: Þetta er ekki að gerast í fyrsta skipti
Árni Freyr: Auðvitað aðeins meiri orka hjá þeim í lokin
Sverri finnst gaman að taka þátt í nýjungum og fagnar því að Jói bætist við
Valgeir klár í að byrja - „Skemmtilegra að vera aðeins ofar á vellinum“
Stefán Teitur: Það var lítið sofið í flugvélinni
Benoný farinn að vekja athygli á Englandi - „Algjör draumur“
   fös 03. maí 2019 22:22
Brynjar Ingi Erluson
Gulli Gull: Íslenskur fótbolti er bestur í heimi!
Gunnleifur Gunnleifsson í markinu gegn Grindvíkingum en hann er spenntur fyrir næstu leikjum.
Gunnleifur Gunnleifsson í markinu gegn Grindvíkingum en hann er spenntur fyrir næstu leikjum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður og fyrirliði Breiðabliks, var í skýjunum með dráttinn í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins en liðið mætir HK í Kópavogsslag.

Eins og áður hefur komið fram á Fótbolta.net þá mættust liðin síðast í deildarleik árið 2008 en þau mætast einmitt á morgun í 2. umferð PepsiMax-deildar karla í Kórnum.

Þá var dregið í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins í dag en liðin mætast á Kópavogsvelli þann 30. maí. Það verður því mikið fjör næstu vikurnarí Kópavogi.

Gunnleifur ólst upp í HK og lék lengi vel með liðinu en hann er spenntur fyrir leikjunum.

„Naglinn á höfuðið þar. Ég held að allir séu kátir með þetta, bæði Kópavogsbúar, gjaldkerarnir og allur pakkinn. Stutt ferðalag og þetta verður hátíð í bæ," sagði Gunnleifur við Fótbolta.net.

„Á morgun? Ég held að það verði fullt af fólki. Ég held að þeir ætli að bæta við sætum, læti og handboltastemningsfýlingur bara."

„Menn eins og Andri Yeoman eru aldir upp í höllunum og fullt af strákum. Við æfum í Fífunni þannig okkur er alveg sama. Við ætlum að sækja sigur."


Gunnleifur vanmetur HK-liðið ekki þrátt fyrir 2-0 tap gegn FH í fyrstu umferð en Blikarnir hafa byrjað mótið vel og þá vann liðið Magna, 10-1, í síðustu umferð í bikarnum.

„Þeir koma til með að leggja allt í sölurnar. Við sáum þá á móti FH og sýndu fína frammistöðu þar og fullt af fínum leikmönnum þarna og ef við ætlum að vinna þá þurfum við að eiga mjög góðan leik."

„Það var sterkt og runnum hálfpartinn blint í sjóinn á móti Grindavík. Við vissum að það voru margir nýjir en það var góð frammistaða þar og gott að vinna suður frá."

„Það er meiri breidd en oft áður. Ofboðslega hæfileikaríkir ungir strákar. Liðsheildin er góð og margir að keppast um stöðurnar og það er góð uppskrift að einhverju góðu."

„Þetta er geðveikt! Ógeðslega skemmtilegt. Þetta er rómantískt, fallegt og eins líka með bikarinn. Bikarmörkin með bílana út á landi og íslenskur fótbolti er bestur í heimi. Ég er hamingjusamur með þetta,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner