„Mjög gott stig“ segir Vilhjálmur, annar þjálfari Augnabliks, eftir hörkuleik gegn HK í Kórnum. Augnablik þurftu að verjast mikið í leiknum og voru heppnar að fá stig út úr honum.
Lestu um leikinn: HK 2 - 2 Augnablik
„Við áttum bara fína kafla, fínar sóknir og góð barátta. Auðvitað er margt sem við getum lagað og við höfum nóg af leikjum til þess. Þetta er ungt lið þannig að það er auðvitað mikilvægt að fá ennþá betri stöðugleika í liðið.“
Augnablik er varalið Breiðabliks og þar fá oft ungar stelpur spiltíma sem þær fengju ekki annars en meðalaldurinn í byrjunarliðinu hjá þeim í dag voru tæp átján ár.
Augnablik á næstu tvo leiki við Víkinga í Víkinni, fyrst í bikar og svo í deildinni, en hvernig eru þær grænklæddu stemmdar fyrir því verkefni? „Við erum bara vel stemmd fyrir því, það verður skemmtilegt. Við erum að reyna að búa til smá bikarævintýri.“
VIðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.