„Ég var ágætur og ég held að ég hafi skorað mark og það er alltaf gott," sagði brattur Jeppe Hansen eftir sigur á Þrótti í kvöld.
Lestu um leikinn: KR 2 - 1 Þróttur R.
„3 stig og mark er ekki slæmt."
Jeppe var ekki viss hvort að hann hafi skorað seinna mark KR í kvöld.
„Þegar boltinn fór yfir línuna þá leit ég á Skúla til að sjá hvort að hann hefði skorað en hann var ekki fagnandi svo ég held að þetta hafi verið ég."
Jeppe er nýkominn í KR og hann var spurður hvernig honum leið í KR „Þetta hefur verið erfitt fyrstu vikurnar, ég hef átt í smá basli við æfingarnar."
„ Álagið er mun meira en ég er vanur sem kom mér á óvart en ég er allur að koma til."
„ Ég er ánægður hérna, margir góðir strákar og mikið af Dönum svo já, ég er glaður."
KR-ingar lyftu sér upp fyrir ÍBV í 9. sætið með sigrinum í kvöld. „Fyrir leikinn þurtum við að horfa niður á fallsvæðið en ég held að við getum farið að líta upp á við núna."
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir