Arnar Þór Valsson, þjálfari ÍR var vissulega mjög kátur eftir að ljóst varð að ÍR vann 2. deildina í ár.
ÍR gerði jafntefli við Völsung í dag en þar sem hvorki Aftureldingu né Gróttu tókst að vinna sinn leik í dag, varð ÍR meistari.
ÍR gerði jafntefli við Völsung í dag en þar sem hvorki Aftureldingu né Gróttu tókst að vinna sinn leik í dag, varð ÍR meistari.
„Þetta er frábær dagur, það er svo mikil vinna sem liggur á bakvið þetta."
„Við áttum í miklum erfiðleikum í fyrri hállfeik en við vorum sterkari í þeim síðari."
ÍR hefur lent undir í leikjum undanfarið og liðið hefur verið lengi í gang. Arnar var himinlifandi með karakterinn sem sitt lið hefur sýnt undanfarið.
„Við erum að fá menn inná til að klára þetta og ég elska þessa stráka út af lífinu," sagði Arnar.
Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir