Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   mið 04. maí 2022 22:18
Sverrir Örn Einarsson
Ási Arnars: Við erum að tala kannski um 7-8 dauðafæri plús víti
Ásmundur Arnarsson
Ásmundur Arnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var bara einn af þessum leikjum sem maður sér nú ekki oft. Við vorum mikið með boltann, við sköpuðum okkur mikið af færum og sumt var bara ágætlega klárað en það sem stóð fyrir okkur var markmaðurinn þeirra.“
Sagði Ásmundur Arnarsson þjálfari Breiðabliks um leikinn eftir að Breiðablik beið lægri hlut gegn Keflavík suður með sjó í kvöld en lokatölur urðu 1-0 Keflavík í vil.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  0 Breiðablik

Það vantaði svo sem ekki færin í leik Blika í kvöld en inn í markið vildi boltinn hreinlega ekki. Fannst Ásmundi það vera það eina sem vantaði?

„Ég held að það segi sig bara sjálft. Við erum að tala kannski um 7-8 dauðafæri plús víti sem allt hefði getað endað inni. Boltinn tekinn viðstöðulaust og á leiðinni upp í samskeytin en þá kemur bara einhver hendi sem lokar þessu. Þetta var bara einn af þessum dögum einn af miljón og lítið við því að segja.“

Það má segja að liðin sem spáð var að myndu berjast um titilinn hafi bæði beðið óvænta ósigra í þessari annari umferð deildarinnar en Valur tapaði gegn Þór/KA á Akureyri í gær. Telur Ásmundur að þetta sé mögulega til marks um að deildin sé að verða jafnari?

„Þetta er allavega það sem ég og fleiri voru að ræða fyrir mót að hugsanlega væri mótið jafnara en oft áður. Það er allavega ekkert sjálfgefið í þessu, hver einasti leikur er erfiður og hörkuleikir allt saman. Það er komin meiri breidd í deildina virðist vera, liðin eru skipulögð og það er ekkert sjálfsagt að taka þrjú stig.“

Sagði Ásmundur en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner