Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Helgi Fróði: Geggjað að vera í besta klúbbnum
Addi Grétars pirraður: Menn þurfa að hafa smá 'sens' fyrir því sem þeir eru að tala um
Ísak Óli: FH var langfyrsti kosturinn hjá mér
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
   mið 04. maí 2022 22:18
Sverrir Örn Einarsson
Ási Arnars: Við erum að tala kannski um 7-8 dauðafæri plús víti
Ásmundur Arnarsson
Ásmundur Arnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var bara einn af þessum leikjum sem maður sér nú ekki oft. Við vorum mikið með boltann, við sköpuðum okkur mikið af færum og sumt var bara ágætlega klárað en það sem stóð fyrir okkur var markmaðurinn þeirra.“
Sagði Ásmundur Arnarsson þjálfari Breiðabliks um leikinn eftir að Breiðablik beið lægri hlut gegn Keflavík suður með sjó í kvöld en lokatölur urðu 1-0 Keflavík í vil.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  0 Breiðablik

Það vantaði svo sem ekki færin í leik Blika í kvöld en inn í markið vildi boltinn hreinlega ekki. Fannst Ásmundi það vera það eina sem vantaði?

„Ég held að það segi sig bara sjálft. Við erum að tala kannski um 7-8 dauðafæri plús víti sem allt hefði getað endað inni. Boltinn tekinn viðstöðulaust og á leiðinni upp í samskeytin en þá kemur bara einhver hendi sem lokar þessu. Þetta var bara einn af þessum dögum einn af miljón og lítið við því að segja.“

Það má segja að liðin sem spáð var að myndu berjast um titilinn hafi bæði beðið óvænta ósigra í þessari annari umferð deildarinnar en Valur tapaði gegn Þór/KA á Akureyri í gær. Telur Ásmundur að þetta sé mögulega til marks um að deildin sé að verða jafnari?

„Þetta er allavega það sem ég og fleiri voru að ræða fyrir mót að hugsanlega væri mótið jafnara en oft áður. Það er allavega ekkert sjálfgefið í þessu, hver einasti leikur er erfiður og hörkuleikir allt saman. Það er komin meiri breidd í deildina virðist vera, liðin eru skipulögð og það er ekkert sjálfsagt að taka þrjú stig.“

Sagði Ásmundur en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner