Nkunku til Barcelona? - Man Utd hefur áhuga á Osimhen - Díaz ánægður á Anfield
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
   fös 05. apríl 2024 20:28
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kópavogsvelli
Fékk gleðifréttir rétt fyrir leik eftir mjög skrítna viku - „Virkilega þakklát fyrir traustið"
Icelandair
'Það er tólfti maðurinn og skiptir gríðarlega miklu máli'
'Það er tólfti maðurinn og skiptir gríðarlega miklu máli'
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Þetta var tilfinningarússíbani að fá svo að heyra að ég gæti allt í einu farið á æfingu á morgun
Þetta var tilfinningarússíbani að fá svo að heyra að ég gæti allt í einu farið á æfingu á morgun
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Ég er virkilega sárt, 3-0 virkilega sterkt hérna á heimavelli. Við ætluðum okkur að byrja sterkt og hafa þetta í okkar höndum og við gerðum það svo sannarlega," sagði vinstri bakvörðurinn Sædís Rún Heiðarsdóttir við Fótbolta.net eftir sigurinn gegn Póllandi á Kópavogsvelli í dag.

Undankeppni EM hófst í dag og glæsilegur sigur Íslands staðreynd gegn Póllandi.

Lestu um leikinn: Ísland 3 -  0 Pólland

Pólverjar fengu þó fyrsta færið og varði Fanney Inga Birkisdóttir fyrst frábærlega og svo fót boltinn í þverslána.

„Þær fengu sín færi en ég vissi að við myndum fá okkar færi líka. Þetta snerist um að koma boltanum í netið og við gerðum það. Það er virkilega gott að hafa Fanney í markinu."

„Það var geðveikt (að spila fyrir framan uppselda stúku. Það er alltaf gott að spila á heimavelli, frábært að fólk sjái sér fært að mæta á völlinn. Það er tólfti maðurinn og skiptir gríðarlega miklu máli."


Sædís notaði orðið rússíbani til að lýsa síðustu dögum sínum fyrir leikinn. Hún var valin í landsliðshópinn, svo var búið að kalla inn leikmann inn í hennar stað vegna meiðsla, en svo kom í ljós að hún gat spilað eftir allt saman og kom aftur inn í hópinn fyrir æfinguna í gær.

„Þetta hefur verið virkilega skrítið. MRI niðurstaðan tók of langan tíma, eftir ómskoðun er lesið vitlaust úr myndunum eða haldið að þetta væri eitthvað annað en þetta var síðan. Ég fékk að fara í myndatöku á Íslandi, fékk að fara í hana fyrr en hefði ég fengið úti. Það kom annað út úr þeirri myndatöku og ég er virkilega sátt og niðurstöðurnar voru betri en ég þorði að vona. Það var högg í andlitið að fá fyrst þær fréttir að ég gæti ekki tekið þátt. Þetta var tilfinningarússíbani að fá svo að heyra að ég gæti allt í einu farið á æfingu á morgun. Ég fagnaði því."

„Við erum með virkilega gott læknateymi og sjúkraþjálfara sem fengu myndirnar. Þær sögðu mér niðurstöðurnar. Út frá því frétti teymið það og komist að þeirri niðurstöðu að ég kæmi aftur inn í hópinn."

„Mér fannst ég fljót að koma mér inn í planið, þetta var frekar einfalt. Verst var að maður tók ekki með sér takkaskóna og legghlífarnar en það var bara farið inn í bílskúr og fundið einhverja gamla takkaskó sem ég átti frá síðasta sumri og Bergúlfur reddaði mér legghlífum."

„Það kom mér alveg á óvart að byrja leikinn fyrst ég náði bara æfingu daginn fyrir leik. Ég er virkilega þakklát fyrir traustið,"
sagði Sædís. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum efst.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner