Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   fös 05. apríl 2024 20:28
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kópavogsvelli
Fékk gleðifréttir rétt fyrir leik eftir mjög skrítna viku - „Virkilega þakklát fyrir traustið"
Icelandair
'Það er tólfti maðurinn og skiptir gríðarlega miklu máli'
'Það er tólfti maðurinn og skiptir gríðarlega miklu máli'
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Þetta var tilfinningarússíbani að fá svo að heyra að ég gæti allt í einu farið á æfingu á morgun
Þetta var tilfinningarússíbani að fá svo að heyra að ég gæti allt í einu farið á æfingu á morgun
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Ég er virkilega sárt, 3-0 virkilega sterkt hérna á heimavelli. Við ætluðum okkur að byrja sterkt og hafa þetta í okkar höndum og við gerðum það svo sannarlega," sagði vinstri bakvörðurinn Sædís Rún Heiðarsdóttir við Fótbolta.net eftir sigurinn gegn Póllandi á Kópavogsvelli í dag.

Undankeppni EM hófst í dag og glæsilegur sigur Íslands staðreynd gegn Póllandi.

Lestu um leikinn: Ísland 3 -  0 Pólland

Pólverjar fengu þó fyrsta færið og varði Fanney Inga Birkisdóttir fyrst frábærlega og svo fót boltinn í þverslána.

„Þær fengu sín færi en ég vissi að við myndum fá okkar færi líka. Þetta snerist um að koma boltanum í netið og við gerðum það. Það er virkilega gott að hafa Fanney í markinu."

„Það var geðveikt (að spila fyrir framan uppselda stúku. Það er alltaf gott að spila á heimavelli, frábært að fólk sjái sér fært að mæta á völlinn. Það er tólfti maðurinn og skiptir gríðarlega miklu máli."


Sædís notaði orðið rússíbani til að lýsa síðustu dögum sínum fyrir leikinn. Hún var valin í landsliðshópinn, svo var búið að kalla inn leikmann inn í hennar stað vegna meiðsla, en svo kom í ljós að hún gat spilað eftir allt saman og kom aftur inn í hópinn fyrir æfinguna í gær.

„Þetta hefur verið virkilega skrítið. MRI niðurstaðan tók of langan tíma, eftir ómskoðun er lesið vitlaust úr myndunum eða haldið að þetta væri eitthvað annað en þetta var síðan. Ég fékk að fara í myndatöku á Íslandi, fékk að fara í hana fyrr en hefði ég fengið úti. Það kom annað út úr þeirri myndatöku og ég er virkilega sátt og niðurstöðurnar voru betri en ég þorði að vona. Það var högg í andlitið að fá fyrst þær fréttir að ég gæti ekki tekið þátt. Þetta var tilfinningarússíbani að fá svo að heyra að ég gæti allt í einu farið á æfingu á morgun. Ég fagnaði því."

„Við erum með virkilega gott læknateymi og sjúkraþjálfara sem fengu myndirnar. Þær sögðu mér niðurstöðurnar. Út frá því frétti teymið það og komist að þeirri niðurstöðu að ég kæmi aftur inn í hópinn."

„Mér fannst ég fljót að koma mér inn í planið, þetta var frekar einfalt. Verst var að maður tók ekki með sér takkaskóna og legghlífarnar en það var bara farið inn í bílskúr og fundið einhverja gamla takkaskó sem ég átti frá síðasta sumri og Bergúlfur reddaði mér legghlífum."

„Það kom mér alveg á óvart að byrja leikinn fyrst ég náði bara æfingu daginn fyrir leik. Ég er virkilega þakklát fyrir traustið,"
sagði Sædís. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum efst.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner