„Þetta er náttúrulega alveg ótrúlega svekkjandi," sagði Viðar Jónsson, þjálfari Leiknis F. eftir 4-1 tap gegn Grindavík í dag.
„Það var ekki svekkjandi að tapa þessum leik, þeir voru miklu betri á flestum sviðum fótboltans í dag og við áttum eiginlega ekki séns í þetta og það er kannski aðallega það sem er svekkjandi."
„Það var ekki svekkjandi að tapa þessum leik, þeir voru miklu betri á flestum sviðum fótboltans í dag og við áttum eiginlega ekki séns í þetta og það er kannski aðallega það sem er svekkjandi."
Lestu um leikinn: Leiknir F. 1 - 4 Grindavík
Leiknir F. er á botni deildarinnar, en þeir geta þó huggað sig við það að Fjarðabyggð skildi tapa sínum leik í þessari umferð. Liðið er fimm stigum frá öruggu sæti, en Viðar segist ekki vera mikið að horfa á það hvað hin liðin eru að gera.
„Ég er svosem ekki mikið að horfa á hina. Við getum ekki sloppið við fall úr þessari deild ef við fáum ekki stig og við verðum náttúrulega bara að reyna að fá stig sjálfir og svo verðum við bara að sjá til í lokin hvernig staðan verður."
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir