Sex úrvalsdeildarfélög vilja liðsfélaga Hákonar - Ekitike eftirsóttur af Arsenal, Liverpool, Man Utd og Newcastle
Siggi Höskulds: Hrikalega stoltur af liðinu að klára þetta
Meiðslavandræðin elta KA - „Var ekki parsáttur við Þórsarana"
Arnar Gunnlaugs: Ég er ekki að biðja ykkur um að vera þolinmóðir
Stefán Teitur: Nenni ekki að standa hérna og tala um það
Orri Steinn: Höldum því bara á milli okkar leikmanna og teymisins
Aron Einar: Skil strákana eftir tíu og þarf að bera ábyrgð á því
Arnór Ingvi hreinskilinn: Grautfúlt og hundlélegt
Sögur um margar breytingar á byrjunarliðinu - Hákon meiddur?
Orri Hrafn: Klárir í þá baráttu sem framundan er
Var í viðræðum við óvænt félag er Keflavík hafði samband - „Á alltaf að treysta innri tilfinningu"
Túfa: Þetta er ekki að gerast í fyrsta skipti
Árni Freyr: Auðvitað aðeins meiri orka hjá þeim í lokin
Sverri finnst gaman að taka þátt í nýjungum og fagnar því að Jói bætist við
Valgeir klár í að byrja - „Skemmtilegra að vera aðeins ofar á vellinum“
Stefán Teitur: Það var lítið sofið í flugvélinni
Benoný farinn að vekja athygli á Englandi - „Algjör draumur“
Sú markahæsta mætt aftur í grænt: Langaði að fara heim og finna gleðina
Eggert Aron spenntur fyrir nýju verkefni - „Þetta er hálfgerð klikkun“
Aron Einar: Skrítið að segja það
Ísak þakklátur fyrir traustið: Eins og lítið barn sem er að sjá eitthvað skemmtilegt í sjónvarpinu
   mán 08. ágúst 2016 22:55
Ívan Guðjón Baldursson
Gregg Ryder: Sáttur með hvaða stig sem er
Mynd: Fótboti.net - Ómar Vilhelmsson
Gregg Ryder talaði opinskátt í viðtali eftir 1-1 jafntefli Þróttar R. gegn Stjörnunni.

Gregg er sáttur með að sínir menn séu loksins að fá stig að launum fyrir góða frammistöðu.

„Þegar þú ert búinn að tapa sjö leikjum í röð, eins og við, þá ertu sáttur með stig, hvaða stig sem er. Við áttum skilið að fá að minnsta kosti stig úr þessum leik og núna verðum við að byggja á þessu stigi, við verðum að halda okkur uppi," sagði Gregg.

„Mér fannst frammistaðan í dag ekkert öðruvísi en undanfarnar vikur, eini munurinn er að við fengum verðskuldað stig."

Þróttarar mættu öflugir til leiks í síðari hálfleik og útskýrði Gregg fyrir spyrlinum hvernig hann stappar stálinu í sína menn í leikhléum.

„Þetta snýst um að ná til strákanna í klefanum, hvetja þá til að vera hugrakkir og hafa sjálfstraust vegna þess að þeir eru allir nógu góðir. Þegar við náum að spila með boltann niðri þá sést að við getum verið mjög góðir."

Gregg talaði svo um dómaraákvarðanir og segist vonast til að þær fari að detta hans mönnum í hag.

„Ég hef aldrei kvartað undan dómurunum á þessu tímabili, þó mitt lið tapi. Eina sem ég get sagt er að ég vona að þessar ákvarðanir fari að snúast okkur í hag því nýlega hafa svo margar ákvarðanir farið gegn okkur."
Athugasemdir
banner
banner