Gregg Ryder talaði opinskátt í viðtali eftir 1-1 jafntefli Þróttar R. gegn Stjörnunni.
Gregg er sáttur með að sínir menn séu loksins að fá stig að launum fyrir góða frammistöðu.
Gregg er sáttur með að sínir menn séu loksins að fá stig að launum fyrir góða frammistöðu.
„Þegar þú ert búinn að tapa sjö leikjum í röð, eins og við, þá ertu sáttur með stig, hvaða stig sem er. Við áttum skilið að fá að minnsta kosti stig úr þessum leik og núna verðum við að byggja á þessu stigi, við verðum að halda okkur uppi," sagði Gregg.
„Mér fannst frammistaðan í dag ekkert öðruvísi en undanfarnar vikur, eini munurinn er að við fengum verðskuldað stig."
Þróttarar mættu öflugir til leiks í síðari hálfleik og útskýrði Gregg fyrir spyrlinum hvernig hann stappar stálinu í sína menn í leikhléum.
„Þetta snýst um að ná til strákanna í klefanum, hvetja þá til að vera hugrakkir og hafa sjálfstraust vegna þess að þeir eru allir nógu góðir. Þegar við náum að spila með boltann niðri þá sést að við getum verið mjög góðir."
Gregg talaði svo um dómaraákvarðanir og segist vonast til að þær fari að detta hans mönnum í hag.
„Ég hef aldrei kvartað undan dómurunum á þessu tímabili, þó mitt lið tapi. Eina sem ég get sagt er að ég vona að þessar ákvarðanir fari að snúast okkur í hag því nýlega hafa svo margar ákvarðanir farið gegn okkur."
Athugasemdir