Amorim vill að Quenda verði keyptur - West Ham hefur áhuga á Harwood-Bellis - Hár verðmiði á Branthwaite
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
Steini: Óvissa með leikkerfið en undirbúum okkur undir bæði
Sölvi Geir: Allir Víkingar mega vera stoltir af þessu liði
Matti Villa: Hefðum átt góða möguleika í framlengingu
Ari Sigurpáls: Upprunalegt markmið var að ná í eitt stig
Fyrirliði Vals um félagaskipti Gylfa: Þetta var blásið upp
Myndband: Víkingar fá fallegar kveðjur að heiman
Telja að Víkingur hafi gert díl við manninn þarna uppi
Góður andi í Aþenu - 75 Víkingar á 75 þúsund manna velli
Sölvi Geir: Besta og dýrasta afmælisgjöf sem ég hef fengið
Lykilmenn snúa úr banni - „Langt frá því að vera saddir“
„Þeir hreinlega skömmuðust sín“
   sun 08. ágúst 2021 22:05
Anton Freyr Jónsson
Brynjar Björn: Við komum okkur í vandræði
Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK
Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er svekktur með að hafa ekki mætt almennilega til leiks í fyrri hálfleik. Leikurinn tapðist ekki þar, við komum út grimmir inn í síðari hálfleikinn og gáfum okkur séns þrátt fyrir að vera 2-0 undir á tímapunkti þá fengum við færi til að jafna leikinn. Við komum okkur í vandræði með því að fá þriðja markið á okkur."

Lestu um leikinn: ÍA 4 -  1 HK

Tvö umdeild atvik voru í leiknum í kvöld en á 24 mínútu fékk Gísli Laxdal boltann fyrir utan teig og átti skot sem fór í slánna og inn og svo eftir mikinn sóknarþunga HK átti Atli Arnarsson skot sem Elías Tamburini virtist verja boltann með hendi á marklínu ÍA. Fannst Brynjari Helgi missa leikinn?

„Nei það fannst mér alls ekki. Mér fannst hann dæma þetta ágætlega. Þetta voru tvö atvik sem ég get enganveigin séð frá hlíðarlínunni þar sem ég er. Mér fannst hann dæma nokkuð sanngjart á bæði lið."

ÍA liðið var hreinlega grimmari á vellinum í kvöld og HK tapaði leiknum þar og tók Brynjar Björn þjálfari HK undir það.

„Hann tapaðist og vannst á því. Við vissum það fyrirfram og gátum gefið okkur það að ÍA var í síðasta séns að fá eitthvað út úr sínu tímabili og það er óskiljanlegt svolítið að við höfum ekki matchað það."

Pakkinn á botninum er orðinn þéttur og verður þetta barátta allt fram í síðustu umferð deildarinnar.

„Það er ljóst og sem gæti bara orðið skemmtilegt ef það verður spennandi og mikil pressa og menn verða bara að taka það og einhverneigin elska þessa pressu."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner