„Ég er svekktur með að hafa ekki mætt almennilega til leiks í fyrri hálfleik. Leikurinn tapðist ekki þar, við komum út grimmir inn í síðari hálfleikinn og gáfum okkur séns þrátt fyrir að vera 2-0 undir á tímapunkti þá fengum við færi til að jafna leikinn. Við komum okkur í vandræði með því að fá þriðja markið á okkur."
Lestu um leikinn: ÍA 4 - 1 HK
Tvö umdeild atvik voru í leiknum í kvöld en á 24 mínútu fékk Gísli Laxdal boltann fyrir utan teig og átti skot sem fór í slánna og inn og svo eftir mikinn sóknarþunga HK átti Atli Arnarsson skot sem Elías Tamburini virtist verja boltann með hendi á marklínu ÍA. Fannst Brynjari Helgi missa leikinn?
„Nei það fannst mér alls ekki. Mér fannst hann dæma þetta ágætlega. Þetta voru tvö atvik sem ég get enganveigin séð frá hlíðarlínunni þar sem ég er. Mér fannst hann dæma nokkuð sanngjart á bæði lið."
ÍA liðið var hreinlega grimmari á vellinum í kvöld og HK tapaði leiknum þar og tók Brynjar Björn þjálfari HK undir það.
„Hann tapaðist og vannst á því. Við vissum það fyrirfram og gátum gefið okkur það að ÍA var í síðasta séns að fá eitthvað út úr sínu tímabili og það er óskiljanlegt svolítið að við höfum ekki matchað það."
Pakkinn á botninum er orðinn þéttur og verður þetta barátta allt fram í síðustu umferð deildarinnar.
„Það er ljóst og sem gæti bara orðið skemmtilegt ef það verður spennandi og mikil pressa og menn verða bara að taka það og einhverneigin elska þessa pressu."
Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir