Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
   fim 09. nóvember 2017 15:00
Elvar Geir Magnússon
Rúnar Alex: Smá Lengjubikarsfílingur
Icelandair
Rúnar Alex fyrir leikinn í gær.
Rúnar Alex fyrir leikinn í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson lék í gær sinn fyrsta A-landsleik þegar hann spilaði allan leikinn gegn Tékkum. Hann er ágætlega sáttur með hvernig honum gekk.

„Það var gaman að fá að kynnast strákunum inni á vellinum. Það er allt annað að æfa og að spila," segir Rúnar Alex. „Leikurinn var fínn að mörgu leyti. Við hefðum klárlega getað fengið meira út úr þessum leik."

Rúnar Alex var í boltanum í öðru marki Tékka og segir að það hafi verið svekkjandi að sjá hann leka inn.

„Hann skaut af níu metra færi eða eitthvað, ef ég næ að verja er þetta mjög góð varsla. Það var samt svekkjandi að fyrst ég var svona mikið í honum að ég hafi ekki náð að ýta honum út."

Markvörðurinn ungi lét vel í sér heyra í leiknum í gær og það heyrðist ansi vel enda sárafáir á vellinum.

„Ég er vanur því að spila fyrir fáa áhorfendur í Danmörku en það var furðulegt að spila þennan leik. Það var smá Lengjubikarsfílingur í þessu," segir Rúnar Alex en viðtalið má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner