Man Utd vill Ait-Nouri og hefur líka áhuga á Nkunku - Fulham og Leicester vilja fá Ferguson lánaðan - Dyche með fullan stuðning
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
   mán 10. apríl 2023 22:09
Anton Freyr Jónsson
Heimir Guðjóns: Sýndum góðan karakter á erfiðum útivelli
Heimir Guðjónsson þjálfari FH
Heimir Guðjónsson þjálfari FH
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Mér fannst vera forsenda fyrir því að við gætum klárað þennan leik. Spiluðum vel á löngum köflum. Klaufaleg mörk sem við vorum að gefa og hefðum mátt vera aðeins betri á síðasta þriðjung að láta svona fyrirgjöf og hlaup fara betur saman en sýndum góðan karakter að koma til baka á erfiðum útivelli." sagði Heimir Guðjónsson þjálfari FH eftir 2-2 jafnteflið við Fram í kvöld.

„Framliðið er mjög gott Gumma og Fred fremsta í flokki og erfiðir við að eiga þannig einhversstaðar verðum við að byrja, tökum punkt og höldum síðan áfram bara."


Lestu um leikinn: Fram 2 -  2 FH

Leikurinn var gríðarlega kaflaskiptur í kvöld en Framarar byrjuðu báða hálfleikana betur en FH vann sig til baka í báðum hálfleikum og var Heimir spurður hvort niðurstaðan væri ekki sanngjörn eftir allt saman. 

„Jú jú. Við getum alveg líka sagt það að Fram fékk gott færi í restina til að skora en Sindri varði vel þannig eins og ég segi jú, ætli það sé ekki ágætis niðurstaða. "

Heimir Guðjónsson þjálfari FH var spurður út í vítaspyrnudómana tvo sem voru í fyrri hálfleik.

„Já mér sýndist það, en ég hef ekki séð þetta aftur. Það var togað í Vuk og ég sá það betur og það var klárt víti og ég held íka þar sem ég stóð það er nátturulega lengra í burtu en mér sýndist það vera réttur dómur en ég á eftir sjá bæði atvikin aftur."





Athugasemdir
banner
banner
banner