„Mér fannst vera forsenda fyrir því að við gætum klárað þennan leik. Spiluðum vel á löngum köflum. Klaufaleg mörk sem við vorum að gefa og hefðum mátt vera aðeins betri á síðasta þriðjung að láta svona fyrirgjöf og hlaup fara betur saman en sýndum góðan karakter að koma til baka á erfiðum útivelli." sagði Heimir Guðjónsson þjálfari FH eftir 2-2 jafnteflið við Fram í kvöld.
„Framliðið er mjög gott Gumma og Fred fremsta í flokki og erfiðir við að eiga þannig einhversstaðar verðum við að byrja, tökum punkt og höldum síðan áfram bara."
Lestu um leikinn: Fram 2 - 2 FH
Leikurinn var gríðarlega kaflaskiptur í kvöld en Framarar byrjuðu báða hálfleikana betur en FH vann sig til baka í báðum hálfleikum og var Heimir spurður hvort niðurstaðan væri ekki sanngjörn eftir allt saman.
„Jú jú. Við getum alveg líka sagt það að Fram fékk gott færi í restina til að skora en Sindri varði vel þannig eins og ég segi jú, ætli það sé ekki ágætis niðurstaða. "
Heimir Guðjónsson þjálfari FH var spurður út í vítaspyrnudómana tvo sem voru í fyrri hálfleik.
„Já mér sýndist það, en ég hef ekki séð þetta aftur. Það var togað í Vuk og ég sá það betur og það var klárt víti og ég held íka þar sem ég stóð það er nátturulega lengra í burtu en mér sýndist það vera réttur dómur en ég á eftir sjá bæði atvikin aftur."