„Ég er vonsvikinn að við náðum ekki í þrjú stig. Mér fannst þetta vera jafn leikur til að byrja með. Við bjuggum til fín færi og vorum að koma okkur í ágætis stöður. Síðan skora þær og ná að stjórna leiknum eftir það. Í seinni hálfleik tökum við völdinn aftur. Við vissum að þær myndu gefa okkur nægan tíma á boltanum og reyna að refsa ef við gerum mistök í uppspili. Síðan jöfnum við leikinn og verðum bara betri aðilinn eftir það. Það er svekkjandi að við náðum ekki að vinna leikinn en stig er stig.“ Sagði Nik Chamberlain eftir jafntefli í Laugardalnum gegn Stjörnunni.
Lestu um leikinn: Þróttur R. 1 - 1 Stjarnan
Þetta var kaflaskiptur leikur í fyrri hálfleik en þið náðuð að stjórna leiknum algjörlega í síðari hálfleiknum. Þú hlýtur að vera sáttur með seinni hálfleikinn.
„Já ég var mjög glaður. Við fórum yfir nokkur atriði í hálfleik sem við þurftum að gera betur. Það skilaði sér með marki og einnig mörgum færum. Það er samt mjög erfitt að brjóta niður Stjörnuna. Þær fá mjög fá færi á sig og eining lítið af mörkum. Þess vegna var ég mjög sáttur með frammistöðuna en samt enn og aftur er ég vonsvikinn að hafa ekki náð að vinna leikinn.“
Þú hlytur að vera ánægður með innkomu Freyju í seinni hálfleik.
„Ég er mjög ánægður. Hún er alltaf að banka á dyrnar um byrjunarliðssæti og hún er auðvitað alltaf í samtalinu um að fá að byrja. Hún kemur inn alltaf með mikinn kraft og mikla tæknigetu sem er mjög jákvætt. Það er gott að eiga hana inni í vopnabúrinu. Hún mun fá tækifæri í sumar og hún mun einnig byrja leiki í sumar. Hún er að verða alvöru Bestu deildar leikmaður.“
Margir gerðu sér leið á völlinn í kvöld. Ertu ekki sáttur með stuðninginn sem þitt lið fékk?
„Auðvitað og ég hef sagt það marg oft að við erum með bestu stuðningsmenn landsins. Stuðningsfólkið er alltaf að styðja stelpurnar áfram hvar á landinu sem er. Ég er viss um að það verða einhverjir stuðningsmenn sem munu fylgja okkur til Vestmannaeyja.“
Hvernig leggst næsti leikur í þig sem er úti leikur gegn ÍBV?
„Það hefur aðuvitað verið mikið álag á okkur undanfarið og ÍBV hafa fengið nokkra daga í hvíld. Við þurfum bara að sjá til hvernig stelpurnar verða fyrir þann leik en það verður allt öðruvísi leikur. Við munum vera mikið meira með boltann í þeim leik en það verður bara önnur áskorun sem við þurfum að takast á við.“