Man Utd vill Ait-Nouri og hefur líka áhuga á Nkunku - Fulham og Leicester vilja fá Ferguson lánaðan - Dyche með fullan stuðning
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
   mið 10. maí 2023 23:25
Sölvi Haraldsson
Nik: Vonsvikinn en stig er stig
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ég er vonsvikinn að við náðum ekki í þrjú stig. Mér fannst þetta vera jafn leikur til að byrja með. Við bjuggum til fín færi og vorum að koma okkur í ágætis stöður. Síðan skora þær og ná að stjórna leiknum eftir það. Í seinni hálfleik tökum við völdinn aftur. Við vissum að þær myndu gefa okkur nægan tíma á boltanum og reyna að refsa ef við gerum mistök í uppspili. Síðan jöfnum við leikinn og verðum bara betri aðilinn eftir það. Það er svekkjandi að við náðum ekki að vinna leikinn en stig er stig.“ Sagði Nik Chamberlain eftir jafntefli í Laugardalnum gegn Stjörnunni.


Lestu um leikinn: Þróttur R. 1 -  1 Stjarnan

Þetta var kaflaskiptur leikur í fyrri hálfleik en þið náðuð að stjórna leiknum algjörlega í síðari hálfleiknum. Þú hlýtur að vera sáttur með seinni hálfleikinn.

„Já ég var mjög glaður. Við fórum yfir nokkur atriði í hálfleik sem við þurftum að gera betur. Það skilaði sér með marki og einnig mörgum færum. Það er samt mjög erfitt að brjóta niður Stjörnuna. Þær fá mjög fá færi á sig og eining lítið af mörkum. Þess vegna var ég mjög sáttur með frammistöðuna en samt enn og aftur er ég vonsvikinn að hafa ekki náð að vinna leikinn.“

Þú hlytur að vera ánægður með innkomu Freyju í seinni hálfleik.

„Ég er mjög ánægður. Hún er alltaf að banka á dyrnar um byrjunarliðssæti og hún er auðvitað alltaf í samtalinu um að fá að byrja. Hún kemur inn alltaf með mikinn kraft og mikla tæknigetu sem er mjög jákvætt. Það er gott að eiga hana inni í vopnabúrinu. Hún mun fá tækifæri í sumar og hún mun einnig byrja leiki í sumar. Hún er að verða alvöru Bestu deildar leikmaður.“

Margir gerðu sér leið á völlinn í kvöld. Ertu ekki sáttur með stuðninginn sem þitt lið fékk?

„Auðvitað og ég hef sagt það marg oft að við erum með bestu stuðningsmenn landsins. Stuðningsfólkið er alltaf að styðja stelpurnar áfram hvar á landinu sem er. Ég er viss um að það verða einhverjir stuðningsmenn sem munu fylgja okkur til Vestmannaeyja.“

Hvernig leggst næsti leikur í þig sem er úti leikur gegn ÍBV?

„Það hefur aðuvitað verið mikið álag á okkur undanfarið og ÍBV hafa fengið nokkra daga í hvíld. Við þurfum bara að sjá til hvernig stelpurnar verða fyrir þann leik en það verður allt öðruvísi leikur. Við munum vera mikið meira með boltann í þeim leik en það verður bara önnur áskorun sem við þurfum að takast á við.“


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner