„Ótrúlega ánægður með liðið, hvernig við komum til baka eftir tap í síðasta leik. Þéttum bara raðirnar vel og stelpurnar bara alveg geggjaðar í dag og bara frábær liðsheild og geggjuð frammistaða.” Þetta sagði Guðni, þjálfari HK, eftir glæsilegan sigur á Aftureldingu í kvöld.
Lestu um leikinn: HK 5 - 0 Afturelding
Chaylyn Elizabeth skoraði þrennu í kvöld. „Hún er frábær leikmaður, algjörlega frábær eins og við sáum í dag, hún er búinn að vera mjög vaxandi, er tvær vikur að aðlagast og hún er svokallað leynivopn, getur gert ótrúlegustu hluti fyrir okkur og er kannski það sem við höfum skort í sumar, þetta óvænta sem hún færir okkur. Þannig bara geggjuð frammistaða hjá henni og öllu liðinu.”
Spilaðist leikurinn eftir leikplaninu ykkar?: „ Já bara algjörlega, bara upp á tíu komma fimm, við fáum á okkur þrjú mörk í síðasta leik þannig að við vildum bara þétta varnarleikinn og vera fastar fyrir, við erum á okkar heimavelli og við viljum ekki fá á okkur mörk og við vitum að við skorum í hverjum einasta leik. Við erum með mikið af hraða á köntunum og með Gummu upp á topp sem getur haldið boltanum og gríðarlega gott sóknarlið.”
„Þetta var erfitt tap í síðasta leik en við komum til baka og svörum því upp á tíu í dag og stemningin er bara geggjuð. Liðið er bara klárt í síðustu fjóra leikina og það verður barist fram á síðustu sekúndu í þessari deild.”
„HK mætir KR í næstu umferð. „Gaman að koma þarna í Frostaskjólið á móti liði sem að er að berjast fyrir sínu sæti og svolítið breyttu liði þannig það verður erfitt eins og alltaf.”
Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.