Rashford, Sesko, Walker, Garnacho, Vlahovic, Cunha, Pogba, Dorgu og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 12. ágúst 2021 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spáin fyrir enska - 2. sæti
Manchester United
Fernandes er frábær leikmaður.
Fernandes er frábær leikmaður.
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær.
Ole Gunnar Solskjær.
Mynd: Getty Images
Harry Maguire fær nýjan félaga sér við hlið, Raphael Varane.
Harry Maguire fær nýjan félaga sér við hlið, Raphael Varane.
Mynd: Getty Images
Sancho er mættur.
Sancho er mættur.
Mynd: Getty Images
Paul Pogba er mikilvægur.
Paul Pogba er mikilvægur.
Mynd: Getty Images
Frá Old Trafford, heimavelli Man Utd.
Frá Old Trafford, heimavelli Man Utd.
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildin hefst á morgun! Líkt og síðustu ár, þá kynnum við liðin í deildinni eftir því hvar þau enda í sérstakri spá fréttamanna Fótbolta.net. Manchester United endar í öðru sæti ef spáin rætist.

Um liðið: Manchester United hefur verið í uppbyggingu síðustu ár undir stjórn Norðmannsins Ole Gunnar Solskjær. Á síðustu leiktíð endaði liðið í öðru sæti, en hann hefur ekki enn unnið titil. Núna er krafan sett á titil. Það eru liðin átta ár síðan Man Utd varð síðast Englandsmeistari og fyrir Rauðu djöflana er það alltof langur tími.

Stjórinn: Norðmaðurinn Solskjær hefur stýrt United frá því desember 2018. Hann hefur gert fína hluti en á enn eftir að vinna titil. Það eru háværar efasemdaraddir um það hvort hann sé rétti maðurinn til að koma félaginu aftur á þann stað þar sem það var einu sinni. Hann þarf að sanna það. Algjör goðsögn hjá félaginu, en aðallega vegna þess sem hann gerði sem leikmaður - enn sem komið er.

Staða á síðasta tímabili: 2. sæti

Styrkleikar: Liðið hefur styrkt sig mikið í sumar. Jadon Sancho og Raphael Varane eru mættir á svæðið og þeir styrkja liðið aftarlega og framarlega á vellinum. Bruno Fernandes var ekki 'one season wonder' og hann hefur sannað sig sem einn af allra bestu leikmönnum deildarinnar. Solskjær er búinn að búa til öflugt lið. Það var mikill karakter í liðinu á síðustu leiktíð og það var ekkert lið í fimm stærstu deildum Evrópu sem kom meira til baka eftir að hafa lent undir en United á síðasta tímabili.

Veikleikar: United hefur byrjað síðustu tímabil illa. Ef liðið ætlar sér að vera með í baráttunni um titilinn, þá verður það að byrja vel. United vann aðeins níu heimaleiki á síðustu leiktíð og það er ekki nægilega gott. Það er búið að styrkja liðið ágætlega en það vantar þarna inn einn djúpan miðjumann. Liðið var hörmulegt í því að verjast föstum leikatriðum á síðasta tímabili. Það þarf að laga. Það eru fjögur ár síðan United vann síðast titil. Eru nægilega margir sigurvegarar í þessu liði?

Talan: 14
Man Utd fékk á sig 14 mörk á síðasta leiktímabili úr föstum leikatriðum í ensku úrvalsdeildinni. Liðið skoraði aðeins sjö.

Lykilmaðurinn: Bruno Fernandes
Eins og áður kemur fram, þá hefur Portúgalinn sannað sig sem einn allra besti leikmaður deildarinnar. Skilar mögnuðum tölum; skoraði 18 deildarmörk á síðasta tímabili og lagði upp 12. Gríðarlega mikilvægur fyrir Man Utd.

Fylgist með: Jadon Sancho
Enskur kantmaður sem hefur spilað í Þýskalandi síðustu ár. Verið gríðarlega góður með Borussia Dortmund og það verður gaman að sjá hann í ensku úrvalsdeildinni.

Komnir:
Tom Heaton frá Aston Villa - Frítt
Jadon Sancho frá Borussia Dortmund - 73 milljónir punda
Raphael Varane frá Real Madrid - 42,7 milljónir punda

Farnir:
Sergio Romero - Án félags
Joel Pereira - Án félags
Nathan Bishop til Mansfield - Á láni
Johan Guadagno til FC Kaupmannahafnar - Á láni
Tahith Chong til Birmingham - Á láni
Facundo Pellistri til Alaves - Á láni
Axel Tuanzebe til Aston Villa - Á láni

Fyrstu leikir:
14. ágúst, Man Utd - Leeds
22. ágúst, Southampton - Man Utd
29. ágúst, Wolves - Man Utd

Þau sem spáðu: Alexandra Bía Sumarliðadóttir, Aksentije Milisic, Anton Freyr Jónsson, Arnar Laufdal Arnarsson, Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Helga Katrín Jónsdóttir, Sverrir Örn Einarsson, Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke, Victor Pálsson.

Liðin fengu eitt stig og upp í 20 eftir það hvar hver og einn spáði þeim. Liðið í síðasta sæti fékk eitt stig, liðið í 19. sæti tvö stig og koll af kolli. Stigin í spánni tengjast á engan hátt stigafjölda liðanna í deildinni.


Spáin:
1.
2. Man Utd, 183 stig
3. Liverpool, 182 stig
4. Chelsea, 180 stig
5. Leicester, 153 stig
6. Tottenham, 141 stig
7. Arsenal, 139 stig
8. Everton, 122 stig
9. Leeds, 121 stig
10. West Ham, 117 stig
11. Aston Villa, 109 stig
12. Wolves, 86 stig
13. Brighton, 73 stig
14. Southampton, 68 stig
15. Crystal Palace, 54 stig
16. Newcastle, 52 stig
17. Burnley, 40 stig
18. Brentford, 35 stig
19. Norwich, 28 stig
20. Watford, 21 stig
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner