„Bara þungt, svekktur. Töpuðum bara sanngjarnt. Valur voru betri en við í dag. Við fengum rosa erfiða byrjun, þeir skora flott mark hérna fyrir utan teig eftir eina mínútu. Mér fannst við vera svolítið skelkaðir, svolítið eftir á í pressunni og þeir gerðu vel í að spila sig út. Svo erum við of hægir á boltanum í fyrri hálfleik. Mér finnst boltamaðurinn ekki hafa þá möguleika sem að við viljum. Þar af leiðandi var spilið of hægt og bara sanngjarn sigur,'' sagði Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, eftir sanngjarnt 0-4 gegn Val í Bestu-deild karla í dag.
Lestu um leikinn: KA 0 - 4 Valur
KA liðið var á afturfótunum bókstaflega frá fyrstu mínútu, en liðið lenti undir í fyrstu sókn leiksins. Fór liðið inn í skel þegar að fyrsta áfallið skall á?
„Já, gæti verið. En ég vil að liðið mitt sé aðeins þroskað þó að fái eitt mark á sig til að byrja með, að láta það ekki slá sig útaf laginu. Við erum ekki búnir að tapa mörgum leikjum á þessu ári, sem dæmi bara í síðasta leik. En gæðin voru bara ekki nægilega góð og mér fannst við hægir. Fyrri hálfleikurinn eyðilagði þetta fyrir okkur, en seinni hálfleikurinn er betri.''
Hann bætti við: „Nú þurfum við bara að vera smá fúlir í kvöld og svo á morgun upp með hausinn. Að gera þetta saman, við þurfum að rífa okkur upp og eigum flottan leik í bikarnum á móti HK úti. Við þurfum bara aðeins að "step up" af því svona frammistaða er ekki það sem að við viljum sjá í KA. Við þurfum bara að gera betur til að vera ofarlega.''
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.