Chelsea blandar sér í baráttu við Arsenal um Isak - Real Madrid hyggst lána eftirsóttan Guler - Mourinho ekki að reyna við Ronaldo
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
banner
   fim 14. september 2023 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Arnar Gunnlaugs: Tottenham er frábært lið sem vinnur aldrei neitt
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga.
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er allavega mjög góð tilfinning að venjast. Það er ekkert eðlilega gaman að mæta hérna á hverju ári. Þetta er alveg ótrúlegt," segir Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga.

Víkingar hafa verið bikarmeistarar síðan 2019, í 1461 dag. Á laugardag munu þeir reyna að halda bikarnum í eitt til viðbótar þeir mæta KA á Laugardalsvelli.

„Við erum mjög auðmjúkir að taka þátt í þessu aftur. Strákarnir líka. Þetta er dagur sem við ætlum að njóta í botn, ég hef alltaf gert það. Við byrjum snemma og vöknum með bros á vör, svo er hádegismatur með staffinu mínu og svo er það Laugardalsvöllurinn. Þetta er geggjaður dagur í alla staði. Hann er reyndar kannski bara geggjaður þegar þú vinnur. Það er örugglega mjög svekkjandi að vera á hinum endanum."

„Þegar þú vinnur fyrsta titilinn 2019 þá heldur þú að þetta tækifæri komi aldrei aftur. Og ég meina það innilega. Það er svo stórt að vinna titil. Það er fullt af toppþjálfurum og toppliðum sem hafa aldrei unnið titil. Ég var einmitt að grínast með það í morgun að það er lið á Englandi, Tottenham Hotspur, sem einn bróðir minn er það óheppinn að halda með. Það er frábært lið sem vinnur aldrei neitt."

„Þetta eru forréttindi. Svo verður maður bara gráðugur, þú vilt vinna aftur og aftur. Ég er heppinn að vinna hjá frábæru félagi sem fær frábæra leikmenn sem eru jafn hungraðir og ég sjálfur. Svo koma stuðningsmennirnir á bak við þetta og þeir vilja ekki vera heima í sófanum sama hvernig viðrar. Þetta eru algjör forréttindi og ekkert sem við tökum sem sjálfsögðum hlut."

Arnar býst við erfiðum leik á laugardaginn. Víkingar eru komnir langleiðina með að vinna Bestu deildina og gætu því unnið tvöfalt, líkt og þeir gerðu árið 2021. Víkingsliðið undanfarin ár er að stimpla sig á spjöld sögunnar sem eitt það besta í sögunni hér á Íslandi.

„Þetta er svo skemmtileg umræða. Mitt diplómatíska svar er að vonandi erum við í hópi bestu liða. Það er það eina sem hægt er að fara fram á. Það er svo erfitt að bera saman lið frá mismunandi tímabilum. Þetta er gríðarlega skemmtileg umræða. Vonandi erum við í þeim hópi," sagði Arnar.

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan þar sem Arnar er meðal annars spurður út í veðurspánna, markvarðarstöðuna og fleira.
Athugasemdir
banner
banner