Árlegt Símamót Breiðabliks verður haldið um helgina. Mótið var sett í gar og það var mikil stemning.
Þar á meðal var Víkingafagnið, sem frægt var gert á EM í Frakklandi af stuðningsmönnum Íslands, tekið og má það sjá það í spilaranum hér að ofan. Þrír ungir strákar úr Breiðablik stýrðu fagninu og má með sanni segja að það hafi lukkast vel.
Mótið er fyrir 5., 6. og 7. flokk kvenna og hefst keppni að morgni föstudags.
Mótsslit verða síðdegis sunnudaginn 17. júlí.
Um 2.000 iðkendur, í um 300 liðum og frá 40 félögum, eru skráðir til leiks og er mótið því það stærsta til þessu og um leið stærsta knattspyrnumót landsins.
Sjá einnig:
Metþátttaka á Símamótinu um helgina
Athugasemdir